Viðskipti erlent

Windows 8 slær í gegn

Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft.
Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft. MYND/AP
Svo virðist sem að neytendur hafi tekið nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, með opnum örmum. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði selt stýrikerfið í milljónatali frá því að það fór í almenna sölu í síðustu viku.

Ballmer ræddi við hugbúnaðarframleiðendur í Redmond í Washington í gær. Þar sagði hann að 4 milljón eintök af Windows 8 hefðu selst það sem af er.

Microsoft hefur staðið í stórræðum síðustu misseri. Snjallsíma- og spjaldtölvuvæðingin hefur leikið fyrirtækið grátt og hefur Microsoft ekki tekist að halda í við samkeppnisaðila sína. Þannig hefur Microsoft innleitt nokkrar nýjungar á síðustu vikum, þar á meðal Windows 8, Surface-spjaldtölvuna og uppfærslu á Windows Phone stýrikerfinu.

Ballmer vildi ekki gefa upp sölutölur fyrir Surface. Hann sagði þó að það væri gríðarlegur áhugi meðal neytenda og hugbúnaðarframleiðenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×