Tala saman gegnum tónlist 25. október 2012 14:11 „Það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist,“ segir hún um spunatónleika sína, Charity Chan og Röggu Gísla í Hafnarhúsinu í kvöld. Meðal atriða á Sláturtíð í ár eru samstarfs-og spunatónleikar Kristínar Þóru Haraldsdóttur víóluleikara, Charity Chan píanóleikara og Ragnhildar Gísladóttur söngkonu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi klukkan átta í kvöld. Við náðum tveggja mínútna spjalli við Kristínu Þóru í gær áður en hún skaust inn í tíma að kenna og spurðum beint: "Hvað er það sem þið Ragga og Charity ætlið að fara að fremja í Listasafninu? "Hm, það sem ég get sagt er að við erum að hittast til að spila saman í fyrsta skipti. Við höfum allar unnið við tónlist og það sem við gerum einkennist mikið af spuna en það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist." Mikið eruð þið hugaðar, eru fyrstu viðbrögð blaðamanns við þessum tíðindum. "Já, en þegar fólk hittist finnur það sér sameiginlegan flöt og fer að spjalla - það sama gerist í tónlist, við hljótum að finna leið til að tala saman gegnum hana, eða við treystum því. Reyndar ætlum við að sjá hver framan í aðra í kvöld en erum ekki búnar að ákveða hvort við grípum í hljóðfærin." Kristín Þóra kveðst ekki vita hvort Ragga muni nota eitthvað annað en röddina sína en Charity noti hljóðfærið bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt og það sama eigi við um hana sjálfa. "Stundum notum við líka önnur instrúment og raddirnar," segir hún. "En í þessu tilfelli veit ég bara að ég kem með sjálfa mig og víóluna." Sláturtíð hófst í gær og stendur til laugardags. Tónleikarnir eru allir haldnir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur klukkan 20 en að auki verða sérstakir svefntónleikar aðfaranótt laugardags í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30 þar sem gestum er boðið að koma og upplifa tónlist í gegnum svefn og vöku frá miðnætti til morguns. Svo lýkur hátíðinni á kammerpartýstónleikum á laugardagskvöldið. Nánar á http://slatur.is/slaturtid. - gun Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Meðal atriða á Sláturtíð í ár eru samstarfs-og spunatónleikar Kristínar Þóru Haraldsdóttur víóluleikara, Charity Chan píanóleikara og Ragnhildar Gísladóttur söngkonu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi klukkan átta í kvöld. Við náðum tveggja mínútna spjalli við Kristínu Þóru í gær áður en hún skaust inn í tíma að kenna og spurðum beint: "Hvað er það sem þið Ragga og Charity ætlið að fara að fremja í Listasafninu? "Hm, það sem ég get sagt er að við erum að hittast til að spila saman í fyrsta skipti. Við höfum allar unnið við tónlist og það sem við gerum einkennist mikið af spuna en það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist." Mikið eruð þið hugaðar, eru fyrstu viðbrögð blaðamanns við þessum tíðindum. "Já, en þegar fólk hittist finnur það sér sameiginlegan flöt og fer að spjalla - það sama gerist í tónlist, við hljótum að finna leið til að tala saman gegnum hana, eða við treystum því. Reyndar ætlum við að sjá hver framan í aðra í kvöld en erum ekki búnar að ákveða hvort við grípum í hljóðfærin." Kristín Þóra kveðst ekki vita hvort Ragga muni nota eitthvað annað en röddina sína en Charity noti hljóðfærið bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt og það sama eigi við um hana sjálfa. "Stundum notum við líka önnur instrúment og raddirnar," segir hún. "En í þessu tilfelli veit ég bara að ég kem með sjálfa mig og víóluna." Sláturtíð hófst í gær og stendur til laugardags. Tónleikarnir eru allir haldnir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur klukkan 20 en að auki verða sérstakir svefntónleikar aðfaranótt laugardags í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30 þar sem gestum er boðið að koma og upplifa tónlist í gegnum svefn og vöku frá miðnætti til morguns. Svo lýkur hátíðinni á kammerpartýstónleikum á laugardagskvöldið. Nánar á http://slatur.is/slaturtid. - gun
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira