Hvað er svona merkilegt við að vera frumkvöðull? Þórunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri FAFU skrifar 25. október 2012 23:54 Ég er frumkvöðull og byrjaði fyrst á minni vegferð fyrir tíu árum eða svo. Ég hef flutt inn skartgripi frá Kína, selt fasteignatækifæri í Dubai og stofnað auglýsingavörufyrirtæki. Á sama tíma hef ég stofnað til fjölskyldu, verið í fjarbúð, lokið háskólanámi og alið upp barn. Sum þessara verkefna hafa gengið vel, önnur verr. Mitt nýjasta verkefni er FAFU, þar sem við sköpum fjölnota leikefni fyrir leikskólabörn. Allt er þegar fernt er, ekki satt?„Alvöru vinna" Vinir mínir spyrja mig stundum hvernig ég nenni þessu. Hvers vegna ég fái mér ekki bara 9-5 vinnu, (það sem amma kallar „alvöru vinnu") með reglulegum útborgunum og helgarfríum. Vissulega væri nytsamlegt að fá aðeins hærri laun og það í hverjum mánuði. En ég lifi eftir þeirri lífspeki að gera aldrei neitt eingöngu fyrir peningana. Það verður að liggja eitthvað dýpra að baki því hvernig ég nýti meirihlutann af mínum vökustundum. Því fylgja óneitanlega margir gallar að vera frumkvöðull. Langir vinnudagar, mikil óvissa og slatti af streitu stendur upp úr. Ég hef þurft að verja löngum stundum frá fjölskyldunni þar sem ég hef oft þurft að vinna fram eftir og ég hef ferðast mikið vegna starfsins. Á móti kemur að ég hef meðal annars fengið að ferðast til Nepal, Kína og Dubai, hitt fullt af áhugaverðu fólki, kynnst nýjum menningarheimum, lært, þroskast og vaxið. Ég hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi því ég hef ástríðu fyrir starfinu mínu. Minn drifkraftur er að stjórna mínum örlögum sjálf, skapa eitthvað sjálf og gera eitthvað sem skiptir máli. Þetta gerir löngu dagana betri og óvissuna bærilegri.Ómetanleg vinna Hvað er svona merkilegt við að vera frumkvöðull? Heill hellingur. Ég hef öðlast ómetanlega reynslu af því að þurfa sjálf að finna út úr því hvernig við fjármögnum reksturinn yfir erfiðustu mánuðina, hvernig við byggjum upp vörumerki með afar takmarkað fjármagn til markaðssetningar og tekist á við erfið samningamál. Þessa dagana er ég að læra að byggja upp gæðakerfi og að stýra stjórnarfundum svo eitthvað sé nefnt. Í hnotskurn hef ég lært meira um viðskipti og rekstur en ég lærði í nokkrum kúrsi í mínu þriggja ára háskólanámi í viðskiptafræði. Svo þegar þú spyrð mig hvers vegna ég sé frumkvöðull, þá spyr ég þig: Hvers vegna ert þú ekki frumkvöðull? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Ég er frumkvöðull og byrjaði fyrst á minni vegferð fyrir tíu árum eða svo. Ég hef flutt inn skartgripi frá Kína, selt fasteignatækifæri í Dubai og stofnað auglýsingavörufyrirtæki. Á sama tíma hef ég stofnað til fjölskyldu, verið í fjarbúð, lokið háskólanámi og alið upp barn. Sum þessara verkefna hafa gengið vel, önnur verr. Mitt nýjasta verkefni er FAFU, þar sem við sköpum fjölnota leikefni fyrir leikskólabörn. Allt er þegar fernt er, ekki satt?„Alvöru vinna" Vinir mínir spyrja mig stundum hvernig ég nenni þessu. Hvers vegna ég fái mér ekki bara 9-5 vinnu, (það sem amma kallar „alvöru vinnu") með reglulegum útborgunum og helgarfríum. Vissulega væri nytsamlegt að fá aðeins hærri laun og það í hverjum mánuði. En ég lifi eftir þeirri lífspeki að gera aldrei neitt eingöngu fyrir peningana. Það verður að liggja eitthvað dýpra að baki því hvernig ég nýti meirihlutann af mínum vökustundum. Því fylgja óneitanlega margir gallar að vera frumkvöðull. Langir vinnudagar, mikil óvissa og slatti af streitu stendur upp úr. Ég hef þurft að verja löngum stundum frá fjölskyldunni þar sem ég hef oft þurft að vinna fram eftir og ég hef ferðast mikið vegna starfsins. Á móti kemur að ég hef meðal annars fengið að ferðast til Nepal, Kína og Dubai, hitt fullt af áhugaverðu fólki, kynnst nýjum menningarheimum, lært, þroskast og vaxið. Ég hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi því ég hef ástríðu fyrir starfinu mínu. Minn drifkraftur er að stjórna mínum örlögum sjálf, skapa eitthvað sjálf og gera eitthvað sem skiptir máli. Þetta gerir löngu dagana betri og óvissuna bærilegri.Ómetanleg vinna Hvað er svona merkilegt við að vera frumkvöðull? Heill hellingur. Ég hef öðlast ómetanlega reynslu af því að þurfa sjálf að finna út úr því hvernig við fjármögnum reksturinn yfir erfiðustu mánuðina, hvernig við byggjum upp vörumerki með afar takmarkað fjármagn til markaðssetningar og tekist á við erfið samningamál. Þessa dagana er ég að læra að byggja upp gæðakerfi og að stýra stjórnarfundum svo eitthvað sé nefnt. Í hnotskurn hef ég lært meira um viðskipti og rekstur en ég lærði í nokkrum kúrsi í mínu þriggja ára háskólanámi í viðskiptafræði. Svo þegar þú spyrð mig hvers vegna ég sé frumkvöðull, þá spyr ég þig: Hvers vegna ert þú ekki frumkvöðull?