Lotus: Raikkönen verður enn betri á næsta ári Birgir Þór Harðarson skrifar 29. október 2012 23:15 Kimi mun aka fyrir Lotus á næsta ári. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, mun aka áfram fyrir liðið á næsta ári. Þetta staðfesti Lotus í dag í kynningarmyndbandi. Raikkönen hefur staðið sig gríðarlega vel í Formúlu 1 í ár. Hann hefur skorað stig í öllum mótum ársins nema í kínverska kappkstrinum þar sem hann var í basli með dekkin. Hann hefur hins vegar lokið öllum keppnishringjum í mótum ársins. Frábær akstur Raikkönen hefur sannfært Lotus um að Finninn sé rétta valið fyrir næsta ár. Í samningi hans sem hann skrifaði undir í byrjun árs var aðeins gert ráð fyrir að hann myndi aka í ár. Hann átti hins vegar möguleika á endurnýjun ef hann myndi uppfylla nokkur skilyrði. Þau skilyrði hefur hann uppfyllt auðveldlega. Raikkönen tók sér tveggja ára frí frá Formúlu 1 og keppti í heimsmeistararallinu árin 2010 og 2011. Hann snéri aftur í ár. Þegar þrjú mót eru eftir er hann í þriðja sæti í titilbartáttunni þrátt fyrir að hafa ekki unnið eitt einasta mót. Hann hefur hins vegar staðið sex sinnum á verðlaunapalli. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, mun aka áfram fyrir liðið á næsta ári. Þetta staðfesti Lotus í dag í kynningarmyndbandi. Raikkönen hefur staðið sig gríðarlega vel í Formúlu 1 í ár. Hann hefur skorað stig í öllum mótum ársins nema í kínverska kappkstrinum þar sem hann var í basli með dekkin. Hann hefur hins vegar lokið öllum keppnishringjum í mótum ársins. Frábær akstur Raikkönen hefur sannfært Lotus um að Finninn sé rétta valið fyrir næsta ár. Í samningi hans sem hann skrifaði undir í byrjun árs var aðeins gert ráð fyrir að hann myndi aka í ár. Hann átti hins vegar möguleika á endurnýjun ef hann myndi uppfylla nokkur skilyrði. Þau skilyrði hefur hann uppfyllt auðveldlega. Raikkönen tók sér tveggja ára frí frá Formúlu 1 og keppti í heimsmeistararallinu árin 2010 og 2011. Hann snéri aftur í ár. Þegar þrjú mót eru eftir er hann í þriðja sæti í titilbartáttunni þrátt fyrir að hafa ekki unnið eitt einasta mót. Hann hefur hins vegar staðið sex sinnum á verðlaunapalli.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira