Gullbrúðkaup endar í tilfinningalegri rússíbanareið Jónsmessunótt 11. október 2012 11:01 Jónsmessunótt er kolsvört kómedía þar sem segir frá afdrifaríku gullbrúðkaupi, þar sem fjölskyldufaðirinn reynir að endurskrifa fjölskyldusöguna með þeim afleiðingum að upp úr sýður. Leikritið Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í kvöld. "Þetta er mjög flott verk frá hendi höfundar, leikandi létt en hefur um leið marga fleti og býður upp á margar tengingar við íslenskan samtíma," segir Harpa Arnardóttir, leikstjóri Jónsmessunætur, nýs leikrits eftir Hávar Sigurjónsson sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Í verkinu er sögð saga fjölskyldunnar, sem endurspeglar samfélagið sem hún hefur lifað í. Fjölskyldufaðirinn vill endurskrifa sögu fjölskyldunnar og í uppsiglingu eru átök um völd og eignir og uppgjör á milli einstaklinganna er óumflýjanlegt. "Þarna leysast úr læðingi fjölskyldubönd sem eru bæði ógnvænleg og meinfyndin og brúðkaupsafmælið, sem átti að verða létt og skemmtilegt, endar í allsherjar rússíbanareið." Fjölskyldan í verkinu endurspeglar um margt íslenskt samfélag í dag. "Þess vegna eru ný íslensk leikverk svo mikilvæg," segir Harpa. "Þau eru sprottin úr okkar samtíma og segja svo margt um ástandið í dag. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að leikskáldum." Þetta er í fyrsta sinn sem Harpa leikstýrir verki í Þjóðleikhúsinu. "Ég er fyrst og fremst leikkona en hef leikstýrt inn á milli í gegnum tíðina og hef sífellt meira gaman af því." Hún er hæstánægð með leikhópinn, sem og aðra sem að verkinu koma. "Þetta eru stórkostlegir listamenn og algjörlega frábært að fá að vinna í svona stórum listrænum faðmi. Vinnuferlið er mjög opið og allir taka virkan þátt í sköpuninni. Mér þykir sjálfri mjög gott að vinna í opnu, skapandi og dýnamísku ferli." Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leikritið Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í kvöld. "Þetta er mjög flott verk frá hendi höfundar, leikandi létt en hefur um leið marga fleti og býður upp á margar tengingar við íslenskan samtíma," segir Harpa Arnardóttir, leikstjóri Jónsmessunætur, nýs leikrits eftir Hávar Sigurjónsson sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Í verkinu er sögð saga fjölskyldunnar, sem endurspeglar samfélagið sem hún hefur lifað í. Fjölskyldufaðirinn vill endurskrifa sögu fjölskyldunnar og í uppsiglingu eru átök um völd og eignir og uppgjör á milli einstaklinganna er óumflýjanlegt. "Þarna leysast úr læðingi fjölskyldubönd sem eru bæði ógnvænleg og meinfyndin og brúðkaupsafmælið, sem átti að verða létt og skemmtilegt, endar í allsherjar rússíbanareið." Fjölskyldan í verkinu endurspeglar um margt íslenskt samfélag í dag. "Þess vegna eru ný íslensk leikverk svo mikilvæg," segir Harpa. "Þau eru sprottin úr okkar samtíma og segja svo margt um ástandið í dag. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að leikskáldum." Þetta er í fyrsta sinn sem Harpa leikstýrir verki í Þjóðleikhúsinu. "Ég er fyrst og fremst leikkona en hef leikstýrt inn á milli í gegnum tíðina og hef sífellt meira gaman af því." Hún er hæstánægð með leikhópinn, sem og aðra sem að verkinu koma. "Þetta eru stórkostlegir listamenn og algjörlega frábært að fá að vinna í svona stórum listrænum faðmi. Vinnuferlið er mjög opið og allir taka virkan þátt í sköpuninni. Mér þykir sjálfri mjög gott að vinna í opnu, skapandi og dýnamísku ferli."
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira