Red Bull-bílarnir fljótastir á æfingum í Kóreu Birgir Þór Harðarson skrifar 12. október 2012 13:10 Vettel var fljótastur um Yeongam brautina í Suður-Kóreu. Red Bull virðast hafa þó nokkurt forskot á keppinauta sína. nordicphotos/afp Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull í Formúlu 1 voru lang fljótastir á seinni æfingum keppnisliða fyrir kóreska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Þeir óku þremur hundruðustu úr sekúntu hraðar en Fernando Alonso á Ferrari. Vettel hefur unnið síðustu tvö mót í heimsmeistarabaráttunni, í Singapúr og Japan, og er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso þegar fimm keppnir eru eftir. Ætla má að tímatökuhraði Red Bull-liðsins sé ógnarmikill en óvíst er hversu mikið sá hraði mun smita keppnishraðann. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrri æfingunni en þar fóru Red Bull ekki of geyst og voru í þriðja og fimmta sæti, tæpri sekúntu á eftir Hamilton. Alonso er sem fyrr stöðugastur milli æfinga og var næst fljótastur. Hamilton var hins vegar horfinn í áttunda sætið þegar seinni æfingunum lauk. Liðsfélagi hans Jenson Button varð fjórði á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ný útfærsla af útblásturskerfi Lotus-bílanna virðist ekki vera að skila tilsettum árangri, þó enn sé of snemmt að dæma til um það. Kimi Raikkönen og liðfélagi hans Romain Grosjean röðuðu sér í tíunda og ellefta sætið á seinni æfingunni, á eftir öllum sínum helstu keppinautum. Sauber-liðið virðist ekki ná að halda í við sína keppinauta í Kóreu en á báðum æfingunum voru Kamui Kobayashi og Sergio Perez í fjórtánda og fimmtánda sæti, á eftir Force India og Mercedes. Yfirmenn Sauber-liðsins voru stóryrtir fyrir helgi og sögðust ætla að skáka þessum liðum í mótunum fimm sem eftir eru.Lotus-liðið á í smá basli með nýjar útfærslur á bílnum. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull í Formúlu 1 voru lang fljótastir á seinni æfingum keppnisliða fyrir kóreska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Þeir óku þremur hundruðustu úr sekúntu hraðar en Fernando Alonso á Ferrari. Vettel hefur unnið síðustu tvö mót í heimsmeistarabaráttunni, í Singapúr og Japan, og er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso þegar fimm keppnir eru eftir. Ætla má að tímatökuhraði Red Bull-liðsins sé ógnarmikill en óvíst er hversu mikið sá hraði mun smita keppnishraðann. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrri æfingunni en þar fóru Red Bull ekki of geyst og voru í þriðja og fimmta sæti, tæpri sekúntu á eftir Hamilton. Alonso er sem fyrr stöðugastur milli æfinga og var næst fljótastur. Hamilton var hins vegar horfinn í áttunda sætið þegar seinni æfingunum lauk. Liðsfélagi hans Jenson Button varð fjórði á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ný útfærsla af útblásturskerfi Lotus-bílanna virðist ekki vera að skila tilsettum árangri, þó enn sé of snemmt að dæma til um það. Kimi Raikkönen og liðfélagi hans Romain Grosjean röðuðu sér í tíunda og ellefta sætið á seinni æfingunni, á eftir öllum sínum helstu keppinautum. Sauber-liðið virðist ekki ná að halda í við sína keppinauta í Kóreu en á báðum æfingunum voru Kamui Kobayashi og Sergio Perez í fjórtánda og fimmtánda sæti, á eftir Force India og Mercedes. Yfirmenn Sauber-liðsins voru stóryrtir fyrir helgi og sögðust ætla að skáka þessum liðum í mótunum fimm sem eftir eru.Lotus-liðið á í smá basli með nýjar útfærslur á bílnum.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira