Bláa Lónið fær alþjóðlega viðurkenningu 12. október 2012 15:30 Landvernd veitti Bláa Lóninu alþjóðlegu umhverfisviðurkenninguna Bláfánann í tíunda sinn. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Bláfáninn var dreginn að húni í Bláa Lóninu í tíunda sinn En Bláa Lónið hefur nú flaggað fánanum árlega frá árinu 2003. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Í ár er honum flaggað á 3850 stöðum í 46 löndum. Leikskólabörn frá leikskólanum Króki í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Við athöfnina sungu börnin Grænfánalagið og einnig Hafið Bláa Hafið.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sagði við þetta tækifæri að það væri bæði hvetjandi og ánægjulegt að Bláa Lónið sem væri einn þekktasti staður Íslands flaggaði Bláfánanum nú í tíunda sinn. „Blue Lagoon Iceland er eitt þekktasta vörumerki Íslands. Bláfáninn er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar gerðar í heiminum og því víða þekkt vörumerki. Fáninn er til þess fallin að efla jákvæða ímynd og samkeppnishæfni þeirra staða sem flagga honum og kjörin leið til að laða að ferðamenn. En Bláfáninn er fyrst og fremst tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum, og staðfesting á umhverfisgæðum þeirra staða þar sem hann blaktir við hún," sagði Guðmundur.Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins hf., sagði að starfsmenn fyrirtækisins væru afar stoltir af því að flagga Bláfánanum nú í 10 sinn. „Bláfáninn er hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut og hafa umhverfismál í forgangi. Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upplýsingum um þjónustu á viðkomandi svæði og slysavarnir. Mikilvægur liður í Bláfánaverkefninu er að efla almenna umhverfisvitund og er það gert með lifandi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á Bláfánastöðum," sagði Magnea.Heimasíða Bláa Lónsins.Fyrir miðju á mynd er Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri.Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu. Skroll-Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Bláfáninn var dreginn að húni í Bláa Lóninu í tíunda sinn En Bláa Lónið hefur nú flaggað fánanum árlega frá árinu 2003. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Í ár er honum flaggað á 3850 stöðum í 46 löndum. Leikskólabörn frá leikskólanum Króki í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Við athöfnina sungu börnin Grænfánalagið og einnig Hafið Bláa Hafið.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sagði við þetta tækifæri að það væri bæði hvetjandi og ánægjulegt að Bláa Lónið sem væri einn þekktasti staður Íslands flaggaði Bláfánanum nú í tíunda sinn. „Blue Lagoon Iceland er eitt þekktasta vörumerki Íslands. Bláfáninn er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar gerðar í heiminum og því víða þekkt vörumerki. Fáninn er til þess fallin að efla jákvæða ímynd og samkeppnishæfni þeirra staða sem flagga honum og kjörin leið til að laða að ferðamenn. En Bláfáninn er fyrst og fremst tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum, og staðfesting á umhverfisgæðum þeirra staða þar sem hann blaktir við hún," sagði Guðmundur.Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins hf., sagði að starfsmenn fyrirtækisins væru afar stoltir af því að flagga Bláfánanum nú í 10 sinn. „Bláfáninn er hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut og hafa umhverfismál í forgangi. Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upplýsingum um þjónustu á viðkomandi svæði og slysavarnir. Mikilvægur liður í Bláfánaverkefninu er að efla almenna umhverfisvitund og er það gert með lifandi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á Bláfánastöðum," sagði Magnea.Heimasíða Bláa Lónsins.Fyrir miðju á mynd er Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri.Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu.
Skroll-Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira