Hyldýpi til Danmerkur BBI skrifar 17. október 2012 16:43 Í Hyldýpi er leyndardómum sálarinnar líkt við afgrunn undirdjúpanna. Íslenski sviðslistahópurinn Sublimi mun í næstu viku frumsýna nýtt íslenskt verk á sviðslistahátíðinni Junge Hunde í Árósum. Verkið ber heitið Hyldýpi eða Abyss og verður frumsýnt 24. október. Verkið er skrifað af Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur sem útskrifaðist úr Listaháskólanum vorið 2011. Útskriftaverkefnið hennar nefndist Dagskrá um eldingar en það vakti athygli erlendra hátíðahaldara sem sáu það á listahátíð hérlendis. Ragnheiður var í kjölfarið beðin um að skrifa nýtt verk. Með aðstoð Leifs Þórs Þorvaldssonar hefur Ragnheiður unnið áfram með hugmyndir sínar úr Dagskrá um eldingar og niðurstaðan er Hyldýpi. Sviðslistahópurinn Sublimi mun nú viðra verkið í danmerkurförinni og halda þaðan til Finnlands til að sýna á listahátíðinni Baltic Circle í Helsinki. Í kjölfarið kemur hópurinn með verkið aftur heim og sýnir í Gamla Bíói í byrjun desember og á Akureyrir í janúar. Hyldýpi er fyrsta verk listahópsins Sublimi sem er nýstofnaður. Næsta verk hópsins verður frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins í janúar næstkomandi. Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Íslenski sviðslistahópurinn Sublimi mun í næstu viku frumsýna nýtt íslenskt verk á sviðslistahátíðinni Junge Hunde í Árósum. Verkið ber heitið Hyldýpi eða Abyss og verður frumsýnt 24. október. Verkið er skrifað af Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur sem útskrifaðist úr Listaháskólanum vorið 2011. Útskriftaverkefnið hennar nefndist Dagskrá um eldingar en það vakti athygli erlendra hátíðahaldara sem sáu það á listahátíð hérlendis. Ragnheiður var í kjölfarið beðin um að skrifa nýtt verk. Með aðstoð Leifs Þórs Þorvaldssonar hefur Ragnheiður unnið áfram með hugmyndir sínar úr Dagskrá um eldingar og niðurstaðan er Hyldýpi. Sviðslistahópurinn Sublimi mun nú viðra verkið í danmerkurförinni og halda þaðan til Finnlands til að sýna á listahátíðinni Baltic Circle í Helsinki. Í kjölfarið kemur hópurinn með verkið aftur heim og sýnir í Gamla Bíói í byrjun desember og á Akureyrir í janúar. Hyldýpi er fyrsta verk listahópsins Sublimi sem er nýstofnaður. Næsta verk hópsins verður frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins í janúar næstkomandi.
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira