Viðskipti erlent

Inniskór Marie Antoinette seldir á 8 milljónir

Inniskór Marie Antoinette, frönsku drottningarinnar sem hálshöggvin var í frönsku byltingunni í lok 18. aldar, voru seldir á uppboði. Skórnir, sem eru grænir og bleikir að lit, seldust fyrir 50.000 evrur eða um 8 milljónir króna sem var fimmfalt matsverð þeirra.

Skórnir voru seldir á uppboði hjá uppboðshúsinu Druout í París ásamt ýmsum öðrum munum sem voru í eigu Marie og eingmanns hennar Lúðvíks 16. Frakklandskonungs sem einnig endaði á höggstokk byltingarmanna með drottningu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×