Upplifði öld öfganna 2. október 2012 10:03 "Er eitthvað sem Hobsbawm veit ekki?" var spurning sem félagar hans á námsárunum í Cambridge spurðu sig oft. Breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm lést í gær 95 ára að aldri. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði segir að yfirlitsbækur Hobsbawm um 19. og 20. öldina og bækur um þjóðernisrannsóknir standi upp úr á löngum ferli fræðimannsins. Breskir fjölmiðlar fjölluðu allir ítarlega um ævi og verk Erics Hobsbawm í gær enda einn þekktasti sagnfræðingur þarlendra. Hobsbawm var marxisti og kommúnisti alla sína tíð, en hann hélt þó uppi harðri gagnrýni á það sem honum þótti miður fara í framkvæmd stefnunnar. Í minningargrein breska dagblaðsins The Guardian er bent á að það hafi til að mynda verið fjöður í hans hatt að verk hans fengust aldrei útgefin í Sovétríkjunum. Í sömu grein kemur fram að langt er síðan Hobsbawm öðlaðist viðurkenningu hægrisinnaðra kollega fyrir gríðarlegt framlag sitt til sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að lífshlaup Hobsbawms og uppruni hafi veitt honum víðara sjónarhorn en flestra engilsaxneskra sagnfræðinga. "Hann ólst fyrstu árin upp á meginlandi Evrópu og öðlaðist þannig tungumálaþekkingu og sjónarhorn sem honum tókst að nýta sér og miðla inn í fræðirit sín." Hobsbawm var barnabarn pólsks gyðings sem flutti til Bretlands. Öll börn hans, þar á meðal faðir Hobsbawms, voru breskir ríkisborgarar. Móðir hans kom úr millistéttarfjölskyldu í Vínarborg og þar ólst hann upp sín fyrstu ár en hann fæddist í Egyptalandi. Þegar hann var 16 ára flutti hann til Berlínar til frænda síns en þá voru báðir foreldrar hans látnir. Þar vaknaði áhugi hans á stjórnmálum og þar varð hann kommúnisti. Hobsbawm lýsti því síðar hvernig það greyptist í minni hans þegar hann á leið heim úr skóla í ársbyrjun 1933 las fyrirsagnir blaða um að Hitler væri kominn til valda. Sama ár fluttist hann til Bretlands og náði þá fyrst að sögn Guardian góðum tökum á ensku. Guðmundur segir að tvennt muni halda nafni Hobsbawms á lofti. Annars vegar framlag hans til þjóðernisrannsókna, bækurnar Invention of Tradition, sem kom út árið 1983 í ritstjórn Hobsbawms, og Nations and Nationalism Since 1780, og hins vegar yfirlitsbækurnar um Evrópusögu frá frönsku byltingunni og til falls múrsins. "Bækur hans voru gríðarlega vel skrifaðar og það má segja að Öld öfganna, sem er líklega hans þekktasta rit, sé einstök að því leyti að hann var sjálfur fórnarlamb og afurð þessarar aldar sem gerir sjónarhorn hans svo einstakt." Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm lést í gær 95 ára að aldri. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði segir að yfirlitsbækur Hobsbawm um 19. og 20. öldina og bækur um þjóðernisrannsóknir standi upp úr á löngum ferli fræðimannsins. Breskir fjölmiðlar fjölluðu allir ítarlega um ævi og verk Erics Hobsbawm í gær enda einn þekktasti sagnfræðingur þarlendra. Hobsbawm var marxisti og kommúnisti alla sína tíð, en hann hélt þó uppi harðri gagnrýni á það sem honum þótti miður fara í framkvæmd stefnunnar. Í minningargrein breska dagblaðsins The Guardian er bent á að það hafi til að mynda verið fjöður í hans hatt að verk hans fengust aldrei útgefin í Sovétríkjunum. Í sömu grein kemur fram að langt er síðan Hobsbawm öðlaðist viðurkenningu hægrisinnaðra kollega fyrir gríðarlegt framlag sitt til sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að lífshlaup Hobsbawms og uppruni hafi veitt honum víðara sjónarhorn en flestra engilsaxneskra sagnfræðinga. "Hann ólst fyrstu árin upp á meginlandi Evrópu og öðlaðist þannig tungumálaþekkingu og sjónarhorn sem honum tókst að nýta sér og miðla inn í fræðirit sín." Hobsbawm var barnabarn pólsks gyðings sem flutti til Bretlands. Öll börn hans, þar á meðal faðir Hobsbawms, voru breskir ríkisborgarar. Móðir hans kom úr millistéttarfjölskyldu í Vínarborg og þar ólst hann upp sín fyrstu ár en hann fæddist í Egyptalandi. Þegar hann var 16 ára flutti hann til Berlínar til frænda síns en þá voru báðir foreldrar hans látnir. Þar vaknaði áhugi hans á stjórnmálum og þar varð hann kommúnisti. Hobsbawm lýsti því síðar hvernig það greyptist í minni hans þegar hann á leið heim úr skóla í ársbyrjun 1933 las fyrirsagnir blaða um að Hitler væri kominn til valda. Sama ár fluttist hann til Bretlands og náði þá fyrst að sögn Guardian góðum tökum á ensku. Guðmundur segir að tvennt muni halda nafni Hobsbawms á lofti. Annars vegar framlag hans til þjóðernisrannsókna, bækurnar Invention of Tradition, sem kom út árið 1983 í ritstjórn Hobsbawms, og Nations and Nationalism Since 1780, og hins vegar yfirlitsbækurnar um Evrópusögu frá frönsku byltingunni og til falls múrsins. "Bækur hans voru gríðarlega vel skrifaðar og það má segja að Öld öfganna, sem er líklega hans þekktasta rit, sé einstök að því leyti að hann var sjálfur fórnarlamb og afurð þessarar aldar sem gerir sjónarhorn hans svo einstakt."
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira