Tónlistarmaðurinn og -spekingurinn Dr. Gunni sendir frá sér bókina Stuð vors lands 2. nóvember.
Hún verður í sömu stærð og vínylplata en þykktin verður öllu meiri, eða 4,5 cm. Í bókinni, sem verður 450 blaðsíður, verður rakin saga dægurtónlistar á Íslandi.
Gunni hefur áður skrifað bókina Eru ekki allir í stuði? sem kom út um síðustu aldamót og fjallaði um sögu rokksins á Íslandi.
