Viðskipti erlent

Kínverskt fyrirtæki í mál við Barack Obama

Magnús Halldórsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Kínverska fyrirtækið Ralls Corp hefur ákveðið að höfða mál gegn Barack Obama forseta Bandaríkjanna þar sem hann kom í síðust viku í veg fyrir að fjárfesting fyrirtækisins í Bandaríkjunum yrði að veruleika. Fyrirtækið hugðist reisa vindmyllugarð í Oregon og selja raforku inn í Bandaríkjamarkað, en Obama stöðvaði áformin á grundvelli ákvæðis í lögum sem varða þjóðaröryggi.

Þetta er í fyrsta sinn í 22 ár sem erlend fjárfesting er stöðvuð í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið.

Ralls Corp er í eigu tveggja stjórnenda fyrirtækisins Sany Group, sem er stærsti vélaframleiðandi fyrir orkugeirann í Kína.

Fyrirtækið telur Obama ekki hafa fært fram sannanir fyrir því að starfsemi fyrirtækisins í Kína geti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna, og byggja skaðabótakröfu sína á því.

Sjá má frétt BBC um málið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×