Semur texta fyrir synina 3. október 2012 10:10 Ég hef alltaf staðið í því að yrkja, þetta er ekkert nýtt," segir Einar Georg Einarsson sem komist hefur í sviðsljósið undanfarið vegna textagerðar á plötum sona sinna Ásgeirs Trausta og Þorsteins í Hjálmum. Fyrsta plata þess fyrrnefnda, Dýrð í dauðaþögn, hefur slegið rækilega í gegn og trónað nokkrar vikur í röð á toppi Tónlistans. "Á sínum tíma gerði ég mikið af textum fyrir Óðin G. Þórarinsson og þjóðlagasveit sem kallaði sig Mýbit og fleiri. Árum saman var ég svo veislustjóri hjá ýmsum aðilum og flutti þá gjarnan frumsamið efni," segir Einar Georg og útskýrir aðspurður að sjálfur hafi hann ekkert gefið út af efni. "Nei, ekki enn. Ég var reyndar einhvern tímann búinn að taka saman efni í ljóðabók og ganga frá henni til útgáfu, en svo var ég bara ekkert ánægður með hana þannig að ég hætti við það." Við leit á Google kemur í ljós að Einar Georg var einn höfunda áramótaskaupsins í Sjónvarpinu 1979 en hann segir það þó alls ekki hafa verið einsdæmi. "Áður en það kom til hafði ég verið mjög mikið í útvarpinu og samið áramótaskaup þar ásamt Jónasi Jónassyni og fleirum í mörg ár. Það voru alveg fullkomin áramótaskaup þótt grínið sæist ekki og var löngu komin hefð fyrir því áður en sjónvarpið kom. Þeir héldu bara þessari hefð áfram." Einar Georg er íslenskukennari og hefur kennt víða um land, auk þess að vera skólastjóri á nokkrum stöðum. Hann býr nú á Laugarbakka í Miðfirði þar sem hann kenndi í sjö ár þar til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Hefur hann einbeitt sér meira að yrkingunum síðan hann hætti að kenna? "Ég er mikið í því að skrifa og yrkja, en það fer bara ofan í skúffuna," segir hann og hlær við. "En ég stefni á að gefa út bók á næsta ári og hef undanfarið einbeitt mér að því að yrkja í hana." Spurður hvort synirnir Þorsteinn og Ásgeir Trausti hafi tónlistargáfuna frá pabba sínum telur Einar Georg aldrei gott að segja hvaðan fólk hafi hæfileika. "Ég hef auðvitað sungið eigið efni þegar ég hef verið veislustjóri og samið nokkur lög fyrir kóra, þannig að kannski á ég einhvern þátt í því hvaða braut þeir fetuðu." fridrikab@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ég hef alltaf staðið í því að yrkja, þetta er ekkert nýtt," segir Einar Georg Einarsson sem komist hefur í sviðsljósið undanfarið vegna textagerðar á plötum sona sinna Ásgeirs Trausta og Þorsteins í Hjálmum. Fyrsta plata þess fyrrnefnda, Dýrð í dauðaþögn, hefur slegið rækilega í gegn og trónað nokkrar vikur í röð á toppi Tónlistans. "Á sínum tíma gerði ég mikið af textum fyrir Óðin G. Þórarinsson og þjóðlagasveit sem kallaði sig Mýbit og fleiri. Árum saman var ég svo veislustjóri hjá ýmsum aðilum og flutti þá gjarnan frumsamið efni," segir Einar Georg og útskýrir aðspurður að sjálfur hafi hann ekkert gefið út af efni. "Nei, ekki enn. Ég var reyndar einhvern tímann búinn að taka saman efni í ljóðabók og ganga frá henni til útgáfu, en svo var ég bara ekkert ánægður með hana þannig að ég hætti við það." Við leit á Google kemur í ljós að Einar Georg var einn höfunda áramótaskaupsins í Sjónvarpinu 1979 en hann segir það þó alls ekki hafa verið einsdæmi. "Áður en það kom til hafði ég verið mjög mikið í útvarpinu og samið áramótaskaup þar ásamt Jónasi Jónassyni og fleirum í mörg ár. Það voru alveg fullkomin áramótaskaup þótt grínið sæist ekki og var löngu komin hefð fyrir því áður en sjónvarpið kom. Þeir héldu bara þessari hefð áfram." Einar Georg er íslenskukennari og hefur kennt víða um land, auk þess að vera skólastjóri á nokkrum stöðum. Hann býr nú á Laugarbakka í Miðfirði þar sem hann kenndi í sjö ár þar til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Hefur hann einbeitt sér meira að yrkingunum síðan hann hætti að kenna? "Ég er mikið í því að skrifa og yrkja, en það fer bara ofan í skúffuna," segir hann og hlær við. "En ég stefni á að gefa út bók á næsta ári og hef undanfarið einbeitt mér að því að yrkja í hana." Spurður hvort synirnir Þorsteinn og Ásgeir Trausti hafi tónlistargáfuna frá pabba sínum telur Einar Georg aldrei gott að segja hvaðan fólk hafi hæfileika. "Ég hef auðvitað sungið eigið efni þegar ég hef verið veislustjóri og samið nokkur lög fyrir kóra, þannig að kannski á ég einhvern þátt í því hvaða braut þeir fetuðu." fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira