Ferskur andblær Trausti Júlíusson skrifar 3. október 2012 10:36 Ojba Rasta er ellefu manna hljómsveit sem spilar reggítónlist. Íslendingar voru lengi að ná áttum í reggíinu. Eftir að Hjálmar sýndu að það er ekkert sjálfsagðara en að spila reggí á Íslandi hefur þeim fjölgað ört sem fást við þessa tegund tónlistar hér á landi. Ojba Rasta vakti verulega athygli þegar sveitin sendi frá sér lagið Baldursbrá í vor. Það náði vinsældum á útvarpsstöðvunum, enda frábært lag, texti og útsetning. Eitt af lögum ársins. Hljómsveitin er líka þekkt fyrir skemmtilega framgöngu á tónleikum undanfarin misseri og nú er fyrsta platan komin út, samnefnd sveitinni. Það eru átta lög á Ojba Rasta-plötunni og þau eru öll góð, þó að ekkert slái smellinum Baldursbrá við. Nokkrum laganna svipar til Baldursbrár, en önnur eru ólík, t.d. instrúmental döbb-lagið Sólstöður og lokalagið, Í ljósaskiptunum, sem byrjar á rappi en þróast svo yfir í döbb. Bæði mjög góð lög. Textarnir eru yfir það heila ágætir. Flest lög og texta á Arnljótur Sigurðsson, en Teitur Magnússon er líka atkvæðamikill. Allir textarnir eru á íslensku, nema einn, við lagið Jolly Good. Hann er áberandi lakastur. Þetta er vel unnin plata; hljómurinn er flottur og umslagið er frábært, litríkt og líflegt og fullt af skemmtilegum tilvísunum. Á heildina litið er þessi fyrsta plata Ojba Rasta mjög vel heppnuð. Flott lög og textar og frísklegar útsetningar. Hún kemur eins og ferskur andblær inn í íslenskt tónlistarlíf. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Ojba Rasta er ellefu manna hljómsveit sem spilar reggítónlist. Íslendingar voru lengi að ná áttum í reggíinu. Eftir að Hjálmar sýndu að það er ekkert sjálfsagðara en að spila reggí á Íslandi hefur þeim fjölgað ört sem fást við þessa tegund tónlistar hér á landi. Ojba Rasta vakti verulega athygli þegar sveitin sendi frá sér lagið Baldursbrá í vor. Það náði vinsældum á útvarpsstöðvunum, enda frábært lag, texti og útsetning. Eitt af lögum ársins. Hljómsveitin er líka þekkt fyrir skemmtilega framgöngu á tónleikum undanfarin misseri og nú er fyrsta platan komin út, samnefnd sveitinni. Það eru átta lög á Ojba Rasta-plötunni og þau eru öll góð, þó að ekkert slái smellinum Baldursbrá við. Nokkrum laganna svipar til Baldursbrár, en önnur eru ólík, t.d. instrúmental döbb-lagið Sólstöður og lokalagið, Í ljósaskiptunum, sem byrjar á rappi en þróast svo yfir í döbb. Bæði mjög góð lög. Textarnir eru yfir það heila ágætir. Flest lög og texta á Arnljótur Sigurðsson, en Teitur Magnússon er líka atkvæðamikill. Allir textarnir eru á íslensku, nema einn, við lagið Jolly Good. Hann er áberandi lakastur. Þetta er vel unnin plata; hljómurinn er flottur og umslagið er frábært, litríkt og líflegt og fullt af skemmtilegum tilvísunum. Á heildina litið er þessi fyrsta plata Ojba Rasta mjög vel heppnuð. Flott lög og textar og frísklegar útsetningar. Hún kemur eins og ferskur andblær inn í íslenskt tónlistarlíf.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira