Emil Hallfreðsson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í kvöld þegar lið hans Hellas Verona tapaði 1-2 fyrir Padova í 8. umferð ítölsku b-deildarinnar í fótbolta en leikurinn fór fram á heimavelli Padova.
Emil skoraði markið sitt með skoti frá vítateig á 7. mínútu leiksins og kom hann þá sínum mönnum í 1-0. Padova jafnaði leikinn á 35. mínútu og Emil fór síðan útaf á 73. mínútu í stöðunni 1-1.
Varamaðurinn Andrea Raimondi var hetja sinna manna þegar hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins en þetta var fyrsta tap Hellas Verona á tímabilinu.
Emil skoraði fyrir Hellas Verona en það dugði ekki
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



