Loeb tryggði sér titilinn í níunda sinn Birgir Þór Harðarson skrifar 7. október 2012 22:30 Sebastien Loeb tryggði sér í dag níunda heimsmeistaratitil sinn í heimsmeistararallinu þegar hann lauk franska rallinu fyrstur. Enginn er jafn sigursæll og Loeb sem segist ætla að minnka við sig á næsta ári. Níundi titillinn verður að öllum líkindum síðasti titill Loeb á ferlinum og því var sigurinn sérstaklega sætur í heimalandinu Frakklandi í dag. Loeb ætlar að öllum líkindum að skipta yfir í heimsmeistarakeppnina í götubílaakstri (WTCC) árið 2014. Fyrir mótið í Frakklandi sagði Loeb það forgangsatriði hjá sér að ljúka rallinu á undan liðsfélaga sínum hjá Citroen, Mikko Hirvonen. Sigur væri ekki eins mikilvægur. Sigurinn í Frakklandi er áttundi mótssigur Loeb á þessu ári. Sá eini sem virtist eiga séns í meistarann var Jari-Matti Latvala á Ford. Latvala lauk mótinu 15,5 sekúntum á eftir Loeb. Ekki nóg með að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra; Citroen vann einnig heimsmeistarakeppni bílasmiða á heimavelli í Frakklandi því Hirvonen kláraði í þriðja sæti. Staða Hirvonen varð örugg eftir að Peter Solberg missti stjórn á Ford-bílnum og klessti á raflínustaur með þeim afleiðingum að staurinn féll. Tvær umferðir eru eftir af heimsmeistararallinu. Næst verður ekið á Ítalíu 21. október og svo á Spáni 11. nóvember.Loeb vann titilinn í níunda sinn í heimahögunum í Frakklandi. Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastien Loeb tryggði sér í dag níunda heimsmeistaratitil sinn í heimsmeistararallinu þegar hann lauk franska rallinu fyrstur. Enginn er jafn sigursæll og Loeb sem segist ætla að minnka við sig á næsta ári. Níundi titillinn verður að öllum líkindum síðasti titill Loeb á ferlinum og því var sigurinn sérstaklega sætur í heimalandinu Frakklandi í dag. Loeb ætlar að öllum líkindum að skipta yfir í heimsmeistarakeppnina í götubílaakstri (WTCC) árið 2014. Fyrir mótið í Frakklandi sagði Loeb það forgangsatriði hjá sér að ljúka rallinu á undan liðsfélaga sínum hjá Citroen, Mikko Hirvonen. Sigur væri ekki eins mikilvægur. Sigurinn í Frakklandi er áttundi mótssigur Loeb á þessu ári. Sá eini sem virtist eiga séns í meistarann var Jari-Matti Latvala á Ford. Latvala lauk mótinu 15,5 sekúntum á eftir Loeb. Ekki nóg með að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra; Citroen vann einnig heimsmeistarakeppni bílasmiða á heimavelli í Frakklandi því Hirvonen kláraði í þriðja sæti. Staða Hirvonen varð örugg eftir að Peter Solberg missti stjórn á Ford-bílnum og klessti á raflínustaur með þeim afleiðingum að staurinn féll. Tvær umferðir eru eftir af heimsmeistararallinu. Næst verður ekið á Ítalíu 21. október og svo á Spáni 11. nóvember.Loeb vann titilinn í níunda sinn í heimahögunum í Frakklandi.
Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira