Viðskipti erlent

Alþjóðabankinn spáir minni hagvexti í Kína

Alþjóðabankinn hefur endurmetið spá sína fyrir hagvöxt í Kína og gerir nú ráð fyrir minni hagvexti en áður.

Í nýjustu spá bankans segir að hagvöxtur í Kína á þessu ári nemi 7,7%. Í fyrri spá bankans í maí s.l. var gert ráð fyrir 8,2% hagvexti í Kína.

Í spá Alþjóðabankans kemur fram að Kína eins og flest önnur ríki hafi orðið fyrir barðinu á efnahagserfiðleikunum á evrusvæðinu og litlum efnahagsvexti í Bandaríkjunum. Á sama tíma hafi kínverskum stjórnvöldum ekki tekist að auka einkaneysluna heima fyrir til að mæta samdrætti hjá útflutningsgreinum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×