Alain Prost ók Formúlubíl í fyrsta sinn í 16 ár Birgir Þór Harðarson skrifar 30. september 2012 21:30 Alain Prost ók Red Bull-bíl í dag. nordicphotos/afp Formúlu 1 goðsögnin og fjórfaldi heimsmeistarinn Alain Prost ók Formúlu 1-bifreið í fyrsta sinn síðan 1996 í dag. Prost sagði tækifærið hafa verið frábært. Prost var forvitinn að vita hvernig Formúlu 1-bílar væru miðað við þá sem hann ók á ferli sínum árin 1980 til 1993. "Undanfarið hef ég velt fyrir mér hvernig nútíma Frormúlu 1 bílar eru," sagði Prost. Hann sagðist ekki hafa viljað fara of hratt svona í fyrsta sinn í Formúlu 1-bíl í sextán ár þegar hann reynsluók McLaren-bíl. Bíllinn sem Prost hafði til umráða í dag var Red Bull RB6 frá 2010. Sebastian Vettel vann heimsmeistaratitilinn í bílnum það árið. "Þetta er ekkert mikið öðruvísi. Maður notar tækin öðruvísi og bíllinn er mjög stífur. Það er eitthvað sem maður þarf bara að venjast." "Ef maður ekur ekki nútímabíl er ómögulegt að bera þá saman við gömlu bílana," sagði Prost að lokum. Franski heimsmeistarinn var alltaf kallaður "Prófessorinn" þegar hann var uppá sitt besta, af einfaldri ástæðu: Hann var alltaf einu skrefi á undan keppinautum sínum hvað varðar tæknilegar hliðar íþróttarinnar og alltaf búinn að hugsa kappaksturinn til enda. Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 goðsögnin og fjórfaldi heimsmeistarinn Alain Prost ók Formúlu 1-bifreið í fyrsta sinn síðan 1996 í dag. Prost sagði tækifærið hafa verið frábært. Prost var forvitinn að vita hvernig Formúlu 1-bílar væru miðað við þá sem hann ók á ferli sínum árin 1980 til 1993. "Undanfarið hef ég velt fyrir mér hvernig nútíma Frormúlu 1 bílar eru," sagði Prost. Hann sagðist ekki hafa viljað fara of hratt svona í fyrsta sinn í Formúlu 1-bíl í sextán ár þegar hann reynsluók McLaren-bíl. Bíllinn sem Prost hafði til umráða í dag var Red Bull RB6 frá 2010. Sebastian Vettel vann heimsmeistaratitilinn í bílnum það árið. "Þetta er ekkert mikið öðruvísi. Maður notar tækin öðruvísi og bíllinn er mjög stífur. Það er eitthvað sem maður þarf bara að venjast." "Ef maður ekur ekki nútímabíl er ómögulegt að bera þá saman við gömlu bílana," sagði Prost að lokum. Franski heimsmeistarinn var alltaf kallaður "Prófessorinn" þegar hann var uppá sitt besta, af einfaldri ástæðu: Hann var alltaf einu skrefi á undan keppinautum sínum hvað varðar tæknilegar hliðar íþróttarinnar og alltaf búinn að hugsa kappaksturinn til enda.
Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira