Stórleikarinn og leikstjórinn Ben Stiller er enn staddur hér á landi við tökur á myndinni The Secret Life of Walter Mitty.
Tökurnar hafa vakið mikla athygli enda hafa lítil bæjarfélög nánast farið á hliðina við komu fjöldans sem gerir myndina.
Nú eru Stiller og starfsfólk myndarinnar mætt í Stykkishólm, þar sem tökur verða næstu daga.
Stiller hefur vegna dvalarinnar tekið á leigu reisulegt einbýlishús á besta stað í bænum, við Skólastíg, en eigendurnir brugðu sér einfaldlega af bæ á meðan Stiller gistir þar.
- áp, - þeb
