Citroen hinn franski og Ford hinn breski háðu stríð í Wales Páll Halldór Halldórsson skrifar 21. september 2012 17:45 Jari-Matti Latvala og Miikka Anttila fagna sigrinum. Gunnlaugur Briem Það var spenna innan hópsins, þegar nokkrir áhugamenn um rallý drifu sig til Wales á Englandi dagana 13. – 16. september, til að fylgjast með 80 ára afmæli breska rallsins, en það var fyrst haldið árið 1932. Maður sér ekki alveg fyrir sér aksturskeppnir á Íslandi árið 1932 þegar fjöldi bíla á Íslandi var einungis um 1500 talsins og enginn af þeim notaður til keppnishalds. Félaganir Gunnlaugur Briem áhugaljósmyndari, Björn Ragnarsson, Gunnar Viggósson, Ásgrímur Kristjánsson, Jóhannes Jóhannesson og undirritaður Páll Halldór Halldórsson áhugamenn um rallakstur hafa allir farið nokkrum sinnum áður til að fylgjast með þessari keppni. Einungis 78 keppendur voru skráðir til leiks, þar á meðal kunnulegir Land Rover jeppar og ökumenn þeirra frá Breska hernum sem oft hafa keppt hér á landi. En mesta spenna hjá okkur var að sjá fyrstu 15 bílana sem keppa í heimsmeistaramótinu. Að fá tækifæri til þess að sjá þessa ofurbíla í návígi er ótrúlegt, jafnvel fyrir sjóaða rallýkappa sem okkur. Að finna kraftinn, heyra hljóðin, finna lyktina og allt það sem maður vill upplifa er hverrar krónu virði. Við brosum okkar breiðasta, verðum aftur 17 ára. Sjá hvernig ökumennirnir hafa 100 % stjórn á bílunum er alveg með ólíkindum. Þessir bestu ökumenn heims gera bara nánast engin mistök. Menn koma í mark eftir sekúntuslag og úrslitin ráðast á síðustu sérleið. Þó var ansi skemmtilegt að upplifa, þegar einn út hópnum tekur upp videovél í fyrsta sinn eftir tveggja daga áhorf og segir "Er ekki rétt að taka smá video?“ og Rússinn Evgeny Novikov ekur fyrstur hjá og klúðrar næstu beygju, rennur út á hlið og festist smá stund uppá grasbakka. Losnar þaðan með hjálp áhorfenda. Videovélin er aftur sett niður í tösku. Kannski er kreppa í Bretlandi?Mun færri áhorfendur eru mættir inn á sérleiðir til að horfa á keppnina en oft áður og það sama má segja um fjölda keppenda. Kannski að það sé kreppa í Bretlandi ? Skömmu síðar sjáum við 15 blaðamenn og ljósmyndara troða myndavélum og míkrafónum inn í bíl með rásnúmer 4. Sumir eru vinsælli en aðrir. Hættur eru á hverju strái í ralli sem þessu, stutt er á milli hláturs og gráturs. Þann 16 júní sl lét Gareth Roberts aðstoðarökumaður lífið í keppni á Sikiley. Ökumaðurinn ungi, Írinn Craig Breen slapp ómeiddur frá slysinu og tekur hér þátt á ný og vinnur sinn flokk. Það er mikil og tilfinningarík stund, þegar bílnum er ekið er uppá verðlaunapallinn, fólk klappar, grætur, brosir, allt í senn. Foreldrar og vinir taka öll þátt í stundinni. Allir vita að hverju er gengið, þegar ákveðið er að taka þátt í akstursíþóttakeppnum. Undirritaður hefur upplifað þetta sjálfur, kyssti ætíð börn sín og konu, horfði vel á þau sofandi í rúmum sínum, þegar hann fór í keppnir. Þótt maður kæmi ekki heim aftur, þá færi maður sáttur yfir móðuna miklu við það sem maður elskaði að gera. Langt er síðan heimamaður hefur unnið þessa keppni. Tveir helstu ökumenn Bretlands á árunum 1990 - 2007 eru sennilega þeir Colin McRae og Richard Burns. Colin McRae létst í þyrluslysi fyrir 5 árum síðan og Richard Burns úr veikindum, báðir langt fyrir aldur fram, báðir elskaðir og dáðir um allan heim. Og kaldhæðni örlaganna valda því að þeir fara á þennan hátt, ekki undir stýri á rallýbíl. Jú, menn eru vel varðir í bílnum, með veltibúrið, hjálminn og annan öryggisbúnað sem þurfa þykir. Burns vann rallið þrisvar, 1998, 1999 og 2000. McRae árið 1997 og þar áður Roger Clark 1972 og 1976. Heimamenn eru því farnir að þrá sigur. Citroen vildi fagna tvöföldum sigri á heimavelli Við hlerum það hjá Ford liðinu, að þeir upplifi það þannig að Citroen vilji ekki vinna hér í Bretlandi, þeim langar að vinna tvöfalt í Frakklandi um næstu helgi, enda þá á heimavelli. Já, þetta vorum við ekki búnir að sjá fyrir. Allar líkur eru á því, að heimsmeistarinn Sébastien Loeb með aðstoðarökumanninn Daniel Elena sér við hlið verði heimsmeistari í 9. sinn umrædda helgi í Frakklandi, auk þess að liðið vinni titil bílasmiða, en þrjár keppnir eru eftir af keppnistímabilinu. Við sjáum í gögnum að nokkrir ökumenn sem eru hér skráðir til leiks eru afar ungir, keppa jafnvel á öflugustu bílum. Hugsanlega er Playstation kynslóðin að taka hér völdin. Yngsti ökumaðurinn í flokki ofurbíla er rússinn Novikov og er fæddur 1990. Hann virðist gera bílinn út sjálfur með aðstoð sinna styrktaraðila í Rússlandi og víðar. Heimsmeistarinn Loeb og hinn Norski Petter Solberg eru báðir fæddir 1974. Og þeir frændur okkar Norðmenn, Svíar og Finnar þykja einstaklega lagnir á ökutækjum ýmiskonar og margir þykjast sjá víkingablóð renna í æðum þessara manna. Eitthvað valdi því að þeir ná þessum tökum og hafa kjarkinn sem þarf. Það er því réttlát spurning til að velta fyrir sér, hvað veldur því að Íslenskir ökumenn hafa ekki sést á meira þessum vettvangi? Hugsanlega má halda því almennt fram, að besti ökumaðurinn fái aldrei möguleika, enginn veit af honum, hann fékk aldrei tækifæri á að sanna sig. Undirritaður getur viðurkennt að hann fann svo sem fyrir því á sínum keppnisferli hér heima, að stutt er yfir í stóru deildina, en peningaleysi stöðvuðu slíka drauma. Ljóst er að það þarf mikið af starfsmönnum við keppni sem þessa, sjálfboðaliðar koma alls staðar úr heiminum. Frá hinum ýmsu bílaklúbbum og mæta mörgum tímum áður en keppni hefst, til að loka vegum, stígum og troðningum. Undanfarar, skoðunarmenn, öruggisfulltrúar og aðrir starfsmenn vinna baki brotnu við hin ýmsu störf, búið er að semja við bændur að nota vegi og tún og bóndinn fær hluta af aðgangseyri. Við sjáum á ferjuleið, að forustumaðurinn Jari Matti Latvala er að skipta sjálfur um framdekk, vill greinilega fá mikið grip á næstu sérleið. Kappinn hafnar allri íslenskri aðstoð í þetta sinn, enda vill hann að einhverjir fara að fikta í 80 milljón króna bíl hans. Skömmu síðar hittum við kappsfullan eldri heimamann sem var með þær upplýsingar að Finninn ungi Jari Matti sé sennilega fallinn úr keppni, því hann hafi ekki mætt í formlegt viðgerðarhlé. Þessar váfréttir fóru eins og eldur í sinu, því "rallýútvarpið“ hafði komið þessu í loftið. Við vissum betur og hugsanlega var þetta ein af þeim hernaðaráætlunum sem liðin beita á hvort annað, til að leiða keppinautana á ranga braut og stela frá þeim athygli. Þeir gætu jú gert einhver mistök á meðan. Við sjáum líka, þegar skoðunarmenn eru að stoppa keppnisbíla í ýmsum tilgangi. T.d. er kannað hvort réttur ökumaður sé í réttum bíl. Þeir eru með armbönd, bara rétt eins og Fjallabræður fengu þegar þeir fóru að syngja á Þjóðhátíð í Eyjum. Og bílar eru viktaðir hér og þar, fjöðrun skoðuð og mæld, allt skal vera eftir settum reglum. Ekki furða, hér eru framleiðendur að slást um stig til heimsmeistara. Þetta er stríð, Citroen hinn franski og Ford hinn breski eigast hér við. Maður finnur pólítíkina í loftinu, ríg manna á milli, fánar blakta hér og þar og þjóðsöngar sungir. Verð að játa það að mér fannst þessir frönsku standa sig betur í söngnum. Öll sú tækni og kunnátta sem þessir rallýkappar sína okkur, skilar sér í fjöldaframleiðslunni eftir nokkur ár, svo þrátt fyrir að menn séu hér að leika sér og stunda íþrótt, þá er tilgangurinn líka augljós. Öryggið er líka sett framar öllu. Petter Solberg lofaði að hringja Fyrir síðustu sérleið er staðan sú að Ford maðurinn Jari Matti er með 24 sekúndu forskot á heimsmeistarann. Og í þriðja sæti er frændi okkar Petter Solberg, einungis 0,1 sek. á eftir en hann keppir líka fyrir Ford. Nú skildi leggja allt undir. Petter kann svo sannarlega við sig í Wales, með félaga sinn í hægra sæti, heimamanninn Cris Patterson og tvö þúsund áhorfendurnir sleppa sér algjörlega, þegar bíllinn æðir hjá á sérleiðinni hjá Walters Arena. Við stöndum þarna í rigningunni, hugsum til okkar manns, skildi hann ná þessu ? Og um leið segir einhver: "Það spáði sól og blíðu“. Annar svarar um hæl og minnir á að menn séu jú staddir í Wales. Þetta líkar mér, bara sama veður og heima, engu hægt að treysta. Petter nær sér ekki á strik á leiðinni, endar í þriðja sæti og er reyndar sáttur með það. Hefur unnið þetta rall fjórum sinnum. Við félagarnir náum samband við kappann í endamarki, notuðum til þess frábæran norskan hreim undirritaðs er við spurðum spurninga innan um fjölda blaðamanna og áhorfenda. Já, nú borgaði sig að kunna nokkur orð í norsku. Fjótlega var þó skipt yfir í ensku og viðtalið snerist við, hann var farinn að yfirheyra okkur. Hvar við vorum að horfa, hvernig okkur hefði fundist og ekki fannst honum leiðinlegt að heyra, þegar við gátum staðfest að hann virtist ætíð koma á mestri ferðinni þar sem fólk væri að horfa, hann væri greinilega þarna til að skemmta fólki. Hann sagðist hafa komið nokkrum sinnum til Íslands og ætlar að koma aftur mjög fljótlega, lofaði að hringja!Gunnlaugur BriemPetter Solberg ásamt aðstoðarmanni sínum.Gunnlaugur BriemGunnlaugur Briem Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Það var spenna innan hópsins, þegar nokkrir áhugamenn um rallý drifu sig til Wales á Englandi dagana 13. – 16. september, til að fylgjast með 80 ára afmæli breska rallsins, en það var fyrst haldið árið 1932. Maður sér ekki alveg fyrir sér aksturskeppnir á Íslandi árið 1932 þegar fjöldi bíla á Íslandi var einungis um 1500 talsins og enginn af þeim notaður til keppnishalds. Félaganir Gunnlaugur Briem áhugaljósmyndari, Björn Ragnarsson, Gunnar Viggósson, Ásgrímur Kristjánsson, Jóhannes Jóhannesson og undirritaður Páll Halldór Halldórsson áhugamenn um rallakstur hafa allir farið nokkrum sinnum áður til að fylgjast með þessari keppni. Einungis 78 keppendur voru skráðir til leiks, þar á meðal kunnulegir Land Rover jeppar og ökumenn þeirra frá Breska hernum sem oft hafa keppt hér á landi. En mesta spenna hjá okkur var að sjá fyrstu 15 bílana sem keppa í heimsmeistaramótinu. Að fá tækifæri til þess að sjá þessa ofurbíla í návígi er ótrúlegt, jafnvel fyrir sjóaða rallýkappa sem okkur. Að finna kraftinn, heyra hljóðin, finna lyktina og allt það sem maður vill upplifa er hverrar krónu virði. Við brosum okkar breiðasta, verðum aftur 17 ára. Sjá hvernig ökumennirnir hafa 100 % stjórn á bílunum er alveg með ólíkindum. Þessir bestu ökumenn heims gera bara nánast engin mistök. Menn koma í mark eftir sekúntuslag og úrslitin ráðast á síðustu sérleið. Þó var ansi skemmtilegt að upplifa, þegar einn út hópnum tekur upp videovél í fyrsta sinn eftir tveggja daga áhorf og segir "Er ekki rétt að taka smá video?“ og Rússinn Evgeny Novikov ekur fyrstur hjá og klúðrar næstu beygju, rennur út á hlið og festist smá stund uppá grasbakka. Losnar þaðan með hjálp áhorfenda. Videovélin er aftur sett niður í tösku. Kannski er kreppa í Bretlandi?Mun færri áhorfendur eru mættir inn á sérleiðir til að horfa á keppnina en oft áður og það sama má segja um fjölda keppenda. Kannski að það sé kreppa í Bretlandi ? Skömmu síðar sjáum við 15 blaðamenn og ljósmyndara troða myndavélum og míkrafónum inn í bíl með rásnúmer 4. Sumir eru vinsælli en aðrir. Hættur eru á hverju strái í ralli sem þessu, stutt er á milli hláturs og gráturs. Þann 16 júní sl lét Gareth Roberts aðstoðarökumaður lífið í keppni á Sikiley. Ökumaðurinn ungi, Írinn Craig Breen slapp ómeiddur frá slysinu og tekur hér þátt á ný og vinnur sinn flokk. Það er mikil og tilfinningarík stund, þegar bílnum er ekið er uppá verðlaunapallinn, fólk klappar, grætur, brosir, allt í senn. Foreldrar og vinir taka öll þátt í stundinni. Allir vita að hverju er gengið, þegar ákveðið er að taka þátt í akstursíþóttakeppnum. Undirritaður hefur upplifað þetta sjálfur, kyssti ætíð börn sín og konu, horfði vel á þau sofandi í rúmum sínum, þegar hann fór í keppnir. Þótt maður kæmi ekki heim aftur, þá færi maður sáttur yfir móðuna miklu við það sem maður elskaði að gera. Langt er síðan heimamaður hefur unnið þessa keppni. Tveir helstu ökumenn Bretlands á árunum 1990 - 2007 eru sennilega þeir Colin McRae og Richard Burns. Colin McRae létst í þyrluslysi fyrir 5 árum síðan og Richard Burns úr veikindum, báðir langt fyrir aldur fram, báðir elskaðir og dáðir um allan heim. Og kaldhæðni örlaganna valda því að þeir fara á þennan hátt, ekki undir stýri á rallýbíl. Jú, menn eru vel varðir í bílnum, með veltibúrið, hjálminn og annan öryggisbúnað sem þurfa þykir. Burns vann rallið þrisvar, 1998, 1999 og 2000. McRae árið 1997 og þar áður Roger Clark 1972 og 1976. Heimamenn eru því farnir að þrá sigur. Citroen vildi fagna tvöföldum sigri á heimavelli Við hlerum það hjá Ford liðinu, að þeir upplifi það þannig að Citroen vilji ekki vinna hér í Bretlandi, þeim langar að vinna tvöfalt í Frakklandi um næstu helgi, enda þá á heimavelli. Já, þetta vorum við ekki búnir að sjá fyrir. Allar líkur eru á því, að heimsmeistarinn Sébastien Loeb með aðstoðarökumanninn Daniel Elena sér við hlið verði heimsmeistari í 9. sinn umrædda helgi í Frakklandi, auk þess að liðið vinni titil bílasmiða, en þrjár keppnir eru eftir af keppnistímabilinu. Við sjáum í gögnum að nokkrir ökumenn sem eru hér skráðir til leiks eru afar ungir, keppa jafnvel á öflugustu bílum. Hugsanlega er Playstation kynslóðin að taka hér völdin. Yngsti ökumaðurinn í flokki ofurbíla er rússinn Novikov og er fæddur 1990. Hann virðist gera bílinn út sjálfur með aðstoð sinna styrktaraðila í Rússlandi og víðar. Heimsmeistarinn Loeb og hinn Norski Petter Solberg eru báðir fæddir 1974. Og þeir frændur okkar Norðmenn, Svíar og Finnar þykja einstaklega lagnir á ökutækjum ýmiskonar og margir þykjast sjá víkingablóð renna í æðum þessara manna. Eitthvað valdi því að þeir ná þessum tökum og hafa kjarkinn sem þarf. Það er því réttlát spurning til að velta fyrir sér, hvað veldur því að Íslenskir ökumenn hafa ekki sést á meira þessum vettvangi? Hugsanlega má halda því almennt fram, að besti ökumaðurinn fái aldrei möguleika, enginn veit af honum, hann fékk aldrei tækifæri á að sanna sig. Undirritaður getur viðurkennt að hann fann svo sem fyrir því á sínum keppnisferli hér heima, að stutt er yfir í stóru deildina, en peningaleysi stöðvuðu slíka drauma. Ljóst er að það þarf mikið af starfsmönnum við keppni sem þessa, sjálfboðaliðar koma alls staðar úr heiminum. Frá hinum ýmsu bílaklúbbum og mæta mörgum tímum áður en keppni hefst, til að loka vegum, stígum og troðningum. Undanfarar, skoðunarmenn, öruggisfulltrúar og aðrir starfsmenn vinna baki brotnu við hin ýmsu störf, búið er að semja við bændur að nota vegi og tún og bóndinn fær hluta af aðgangseyri. Við sjáum á ferjuleið, að forustumaðurinn Jari Matti Latvala er að skipta sjálfur um framdekk, vill greinilega fá mikið grip á næstu sérleið. Kappinn hafnar allri íslenskri aðstoð í þetta sinn, enda vill hann að einhverjir fara að fikta í 80 milljón króna bíl hans. Skömmu síðar hittum við kappsfullan eldri heimamann sem var með þær upplýsingar að Finninn ungi Jari Matti sé sennilega fallinn úr keppni, því hann hafi ekki mætt í formlegt viðgerðarhlé. Þessar váfréttir fóru eins og eldur í sinu, því "rallýútvarpið“ hafði komið þessu í loftið. Við vissum betur og hugsanlega var þetta ein af þeim hernaðaráætlunum sem liðin beita á hvort annað, til að leiða keppinautana á ranga braut og stela frá þeim athygli. Þeir gætu jú gert einhver mistök á meðan. Við sjáum líka, þegar skoðunarmenn eru að stoppa keppnisbíla í ýmsum tilgangi. T.d. er kannað hvort réttur ökumaður sé í réttum bíl. Þeir eru með armbönd, bara rétt eins og Fjallabræður fengu þegar þeir fóru að syngja á Þjóðhátíð í Eyjum. Og bílar eru viktaðir hér og þar, fjöðrun skoðuð og mæld, allt skal vera eftir settum reglum. Ekki furða, hér eru framleiðendur að slást um stig til heimsmeistara. Þetta er stríð, Citroen hinn franski og Ford hinn breski eigast hér við. Maður finnur pólítíkina í loftinu, ríg manna á milli, fánar blakta hér og þar og þjóðsöngar sungir. Verð að játa það að mér fannst þessir frönsku standa sig betur í söngnum. Öll sú tækni og kunnátta sem þessir rallýkappar sína okkur, skilar sér í fjöldaframleiðslunni eftir nokkur ár, svo þrátt fyrir að menn séu hér að leika sér og stunda íþrótt, þá er tilgangurinn líka augljós. Öryggið er líka sett framar öllu. Petter Solberg lofaði að hringja Fyrir síðustu sérleið er staðan sú að Ford maðurinn Jari Matti er með 24 sekúndu forskot á heimsmeistarann. Og í þriðja sæti er frændi okkar Petter Solberg, einungis 0,1 sek. á eftir en hann keppir líka fyrir Ford. Nú skildi leggja allt undir. Petter kann svo sannarlega við sig í Wales, með félaga sinn í hægra sæti, heimamanninn Cris Patterson og tvö þúsund áhorfendurnir sleppa sér algjörlega, þegar bíllinn æðir hjá á sérleiðinni hjá Walters Arena. Við stöndum þarna í rigningunni, hugsum til okkar manns, skildi hann ná þessu ? Og um leið segir einhver: "Það spáði sól og blíðu“. Annar svarar um hæl og minnir á að menn séu jú staddir í Wales. Þetta líkar mér, bara sama veður og heima, engu hægt að treysta. Petter nær sér ekki á strik á leiðinni, endar í þriðja sæti og er reyndar sáttur með það. Hefur unnið þetta rall fjórum sinnum. Við félagarnir náum samband við kappann í endamarki, notuðum til þess frábæran norskan hreim undirritaðs er við spurðum spurninga innan um fjölda blaðamanna og áhorfenda. Já, nú borgaði sig að kunna nokkur orð í norsku. Fjótlega var þó skipt yfir í ensku og viðtalið snerist við, hann var farinn að yfirheyra okkur. Hvar við vorum að horfa, hvernig okkur hefði fundist og ekki fannst honum leiðinlegt að heyra, þegar við gátum staðfest að hann virtist ætíð koma á mestri ferðinni þar sem fólk væri að horfa, hann væri greinilega þarna til að skemmta fólki. Hann sagðist hafa komið nokkrum sinnum til Íslands og ætlar að koma aftur mjög fljótlega, lofaði að hringja!Gunnlaugur BriemPetter Solberg ásamt aðstoðarmanni sínum.Gunnlaugur BriemGunnlaugur Briem
Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira