Viðskipti erlent

MySpace gengur í endurnýjun lífdaga

mynd/myspace
Samskiptasíðan fornfræga MySpace hefur fengið andlitslyftingu en hún hefur nú verið endurhönnuð frá grunni. Stjórnendur MySpace reyna nú eftir mesta megni að blása lífi í síðuna en notendum hennar hefur fækkað verulega á síðustu misserum.

Talið er að notendafjöldi MySpace sé nú um 54 milljónir. Þeim hefur því fækkað um nokkur hundruð milljónir fá því þegar síðan var upp á sitt besta árið 2005.

Poppstjarnan Justin Timberlake er einn af eigendum MySpace en héðan í frá mun vefsíðan leggja enn meiri áherslu á tónlist. Þá verður hún nátengd bæði Facebook og Twitter.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir þær endurbætur sem gerðar hafa verið á MySpace:








Fleiri fréttir

Sjá meira


×