Viðskipti erlent

Rússar banna innflutning á erfðabreyttu korni

Rússar hafa bannað innflutning á erfðabreyttu korni frá Bandaríkjunum, það er korni sem hefur verið erfðabreytt af líftæknifélaginu Monsanto.

Ástæðan fyrir banninu er að nýlega rannsókn á rottum bendir til þess að tengsl séu á milli neyslu á þessu erfðabreytta korni og aukins krabbameins auk lifrar- og nýrnaskemmda. Samhliða þessu hefur Matvælaeftirlit Evrópu ákveðið að skoða nánar niðurstöður fyrrgreindrar rannsóknar.

Í frétt um málið í Daily Mail segir að bann Rússa muni sennilega leiða til viðskiptadeilu og diplómatadeilu milli Rússlands og Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×