Flestir Danir að breytast í Jóakim Aðalönd 27. september 2012 06:27 Bankainnistæður almennings í Danmörku hafa aldrei vaxið hraðar en í ár. Svo virðist sem hver Dani sé að breyta sér í Jóakim Aðalönd. Frá áramótum hafa innlagnir á bankareikning almennings í Danmörku aukist um nær 42 milljarða danskra króna eða sem svarar til rúmlega 900 milljarða króna. Nettóinneign almennings í landinu samsvarar því að hver Dani eigi að meðaltali yfir 131 þúsund danskar krónur eða um 2,9 milljónir króna á bankareikningi sínum. Í frétt um málið á vefsíðu avisen segir að stór hluti af þessari aukningu í ár stafi af úttektum almennings á fé úr sérstökum eftirlaunasjóðum sem verkalýðsfélögin komu á fyrir um 40 árum síðan en hafa nú verið lagðir niður. Þær úttektir nema um 23 milljörðum danskra króna og hafa þær rokið beint inn á bankareikninga sem sparnaður ef harðna skyldi á dalnum. Frederik Pedersen hjá Efnahagsráði verkalýðsfélaganna segir að þessi mikli sparnaður séu hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslíf landsins. Sparnaðurinn skili hvorki hagvexti né skapi fleiri störf en það er einmitt það sem Danir hafa þörf á í augnablikinu. Pedersen segir að ef ekki nema brot af þessum sparnaði yrði notaður til dæmis til kaupa á vöru og þjónustu eða fasteignakaupa myndi slíkt skila sér út í efnahagslífið um leið með hagvexti og auknum störfum. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bankainnistæður almennings í Danmörku hafa aldrei vaxið hraðar en í ár. Svo virðist sem hver Dani sé að breyta sér í Jóakim Aðalönd. Frá áramótum hafa innlagnir á bankareikning almennings í Danmörku aukist um nær 42 milljarða danskra króna eða sem svarar til rúmlega 900 milljarða króna. Nettóinneign almennings í landinu samsvarar því að hver Dani eigi að meðaltali yfir 131 þúsund danskar krónur eða um 2,9 milljónir króna á bankareikningi sínum. Í frétt um málið á vefsíðu avisen segir að stór hluti af þessari aukningu í ár stafi af úttektum almennings á fé úr sérstökum eftirlaunasjóðum sem verkalýðsfélögin komu á fyrir um 40 árum síðan en hafa nú verið lagðir niður. Þær úttektir nema um 23 milljörðum danskra króna og hafa þær rokið beint inn á bankareikninga sem sparnaður ef harðna skyldi á dalnum. Frederik Pedersen hjá Efnahagsráði verkalýðsfélaganna segir að þessi mikli sparnaður séu hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslíf landsins. Sparnaðurinn skili hvorki hagvexti né skapi fleiri störf en það er einmitt það sem Danir hafa þörf á í augnablikinu. Pedersen segir að ef ekki nema brot af þessum sparnaði yrði notaður til dæmis til kaupa á vöru og þjónustu eða fasteignakaupa myndi slíkt skila sér út í efnahagslífið um leið með hagvexti og auknum störfum.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira