Vasadiskó kveður X-ið 977 Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. september 2012 11:17 Allt er breytingum háð og nú er komið að því að útvarpsþátturinn Vasadiskó kveðji útvarpsstöðina X-ið 977. Þátturinn varð til upp úr tónlistarbloggi þáttarstjórnanda fyrir einu og hálfi ári og hefur síðan þá hlotið þónokkra hlustun samkvæmt hlustandakönnunum. Margir góðir gestir hafa heimsótt þáttinn, innlendir sem erlendir, og shufflað Vasadiskóunum sínum (mp3 spilurum), spilað og sungið. Mörg lög sem síðar urðu þjóðþekkt voru frumflutt í þættinum auk þess sem þátturinn átti það til að vera fyrstur með fréttirnar, eins og þegar Botnleðja staðfesti endurkomu sína nokkrum mánuðum áður en þeir stigu á svið. Lokaþáttur Vasadiskó verður núna á sunnudag og verður þar skiljanlega flugeldasýning um hábjartan dag. Jónas Sig, Kiriyama Family, 1860 og Hjalti Jón Sverrisson hafa boðað komu sína. Allir ætla að mæta með hljóðfærin sín og spila eitt lag úr eigin lagabanka og eitt vel valið tökulag. Þátturinn á sunnudag verður klukkustund lengri en venjulega og stútfullur af gæða tónlist. Bæði verður spiluð ný tónlist að hætti þáttarins en auk þess verða leikin eldri og upptökur sem gerðar hafa verið í þættinum á líftíma hans. Þátturinn verður á dagskrá X-sins á sunnudag kl. 15. Alla þætti Vasadiskó frá upphafi má finna hér á Vísi.is. Fylgist með Vasadiskó áfram á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Allt er breytingum háð og nú er komið að því að útvarpsþátturinn Vasadiskó kveðji útvarpsstöðina X-ið 977. Þátturinn varð til upp úr tónlistarbloggi þáttarstjórnanda fyrir einu og hálfi ári og hefur síðan þá hlotið þónokkra hlustun samkvæmt hlustandakönnunum. Margir góðir gestir hafa heimsótt þáttinn, innlendir sem erlendir, og shufflað Vasadiskóunum sínum (mp3 spilurum), spilað og sungið. Mörg lög sem síðar urðu þjóðþekkt voru frumflutt í þættinum auk þess sem þátturinn átti það til að vera fyrstur með fréttirnar, eins og þegar Botnleðja staðfesti endurkomu sína nokkrum mánuðum áður en þeir stigu á svið. Lokaþáttur Vasadiskó verður núna á sunnudag og verður þar skiljanlega flugeldasýning um hábjartan dag. Jónas Sig, Kiriyama Family, 1860 og Hjalti Jón Sverrisson hafa boðað komu sína. Allir ætla að mæta með hljóðfærin sín og spila eitt lag úr eigin lagabanka og eitt vel valið tökulag. Þátturinn á sunnudag verður klukkustund lengri en venjulega og stútfullur af gæða tónlist. Bæði verður spiluð ný tónlist að hætti þáttarins en auk þess verða leikin eldri og upptökur sem gerðar hafa verið í þættinum á líftíma hans. Þátturinn verður á dagskrá X-sins á sunnudag kl. 15. Alla þætti Vasadiskó frá upphafi má finna hér á Vísi.is. Fylgist með Vasadiskó áfram á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira