Soros segir Þjóðverjum að hrökkva eða stökkva 10. september 2012 10:59 Hinn þekkti fjárfestir George Soros segir að annaðhvort verði Þjóðverjar sjálfir að yfirgefa evrusvæðið eða sjá til þess að veikari þjóðirnar innan svæðisins fái þá aðstoð sem þær þurfa. Þetta kemur fram í grein sem Soros skrifar á heimasíðu sína en margir fjölmiðlar hafa vitnað í hana um helgina. Soros segir að Evrópa horfi fram á langa kreppu ef þjóðirnar í suðurhluta evrusvæðisins (Grikkland. Ítalía, Spánn og Portúgal) fái ekki svigrúm til að vaxa út úr erfiðleikum sínum. Þetta verði best gert með frekari afléttingu á skuldabyrði þessara þjóða og því að Þjóðverjar láti af óbilgjörnum kröfum sínum um stöðugt meira aðhald hjá þeim í opinberum fjármálum sínum. „Þýskalandi á annaðhvort að vera forystuþjóðin í að þróa vaxtarstefnu, pólitíska sameiningu og jöfnun skuldabyrðarinnar og sætta sig við kostnaðinn af slíku eða yfirgefa evrusambandið í góðu samkomulagi við hinar þjóðirnar," segir Soros í samtali við Reuters um greinina á heimasíðu sinni. Soros telur að ef Þjóðverjar yfirgefi evrusvæðið muni evran verða „mýkri" gjaldmiðill undir forystu Frakka og sem slík myndi sú evra aðstoða fyrrgreindar þjóðir við að minnka innflutning sinn og auka útflutningstekjurnar á móti. Soros telur að miðað við núverandi stöðu séu allar líkur á að kreppan á evrusvæðinu standi í fimm til tíu ár í viðbót. Soros mun viðra þessar skoðanir sínar í ræðu sem hann heldur í Berlín í dag en yfirskrift þeirrar ræðu er "Harmleikur Evrópusambandsins". Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hinn þekkti fjárfestir George Soros segir að annaðhvort verði Þjóðverjar sjálfir að yfirgefa evrusvæðið eða sjá til þess að veikari þjóðirnar innan svæðisins fái þá aðstoð sem þær þurfa. Þetta kemur fram í grein sem Soros skrifar á heimasíðu sína en margir fjölmiðlar hafa vitnað í hana um helgina. Soros segir að Evrópa horfi fram á langa kreppu ef þjóðirnar í suðurhluta evrusvæðisins (Grikkland. Ítalía, Spánn og Portúgal) fái ekki svigrúm til að vaxa út úr erfiðleikum sínum. Þetta verði best gert með frekari afléttingu á skuldabyrði þessara þjóða og því að Þjóðverjar láti af óbilgjörnum kröfum sínum um stöðugt meira aðhald hjá þeim í opinberum fjármálum sínum. „Þýskalandi á annaðhvort að vera forystuþjóðin í að þróa vaxtarstefnu, pólitíska sameiningu og jöfnun skuldabyrðarinnar og sætta sig við kostnaðinn af slíku eða yfirgefa evrusambandið í góðu samkomulagi við hinar þjóðirnar," segir Soros í samtali við Reuters um greinina á heimasíðu sinni. Soros telur að ef Þjóðverjar yfirgefi evrusvæðið muni evran verða „mýkri" gjaldmiðill undir forystu Frakka og sem slík myndi sú evra aðstoða fyrrgreindar þjóðir við að minnka innflutning sinn og auka útflutningstekjurnar á móti. Soros telur að miðað við núverandi stöðu séu allar líkur á að kreppan á evrusvæðinu standi í fimm til tíu ár í viðbót. Soros mun viðra þessar skoðanir sínar í ræðu sem hann heldur í Berlín í dag en yfirskrift þeirrar ræðu er "Harmleikur Evrópusambandsins".
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira