Viðskipti erlent

Nýjar hagtölur frá Kína valda áhyggjum

Frá Kínamúrnum.
Frá Kínamúrnum.
Nýjar hagtölur frá Kína, sem sýna mun minni vöxt í útflutningi en spáð hafði verið, þykja renna frekari stoðum undir það að ekki sé enn kominn sá tímapunktur að hið alþjóðlega efnahagslíf fari að taka við sér á nýjan leik, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Útflutningur jókst um 2,7 prósent í ágúst sl., miðað við sama mánuð í fyrra, en spár flestra greinenda höfðu gert ráð fyrir mun meiri aukningu. Innflutningur dróst saman um 2,6 prósent í ágúst, sem kom flestum greinendum í opna skjöldu.

Þessar tölur hafa valdið nokkrum áhyggjum frá fjárfestum, ekki síst á mörkuðum í Asíu.

Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC, um þessi mál, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×