Barnabókaverðlaunin til Grænlands 11. september 2012 15:00 Ólína Þorvarðardóttir veitir Lars-Pele Berthelsen verðlaunin. Með þeim á myndinni er Josep Motzfeldt, formaður vestnorræna ráðsins. mynd/magnús helgason Grænlenski rithöfundurinn Lars-Pele Berthelsen hlaut barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2010, sem veitt voru í Norræna húsinu á föstudag við setningu hátíðarinnar Nýja slóðir. Verðlaunin hlaut Berthelsen fyrir bókina Kaassalimik oqaluttuaq, ljósa barnið. Þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingur vinnur til barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins en þau hafa verið veitt annað hvert ár síðan 2002. Tvær unglingabækur voru tilnefndar í ár, auk bókar Berthelsens: smásagnasafnið Skriva i sandin eftir Marjun Syderbø Kjelnæs frá Færeyjum og skáldsagan Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur. Berthelsen hlýtur að launum 60 þúsund danskar krónur eða um 1,2 milljónir íslenskra króna. Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður og varaformaður Vestnorræna ráðsins, afhenti Berthelsen sigurlaunin. Ljósa barnið er fyrsta unglingabókin sem Berthelsen skrifar. Bókin gerist á síðari hluta átjándu aldar og lýsir baráttu veiðimannasamfélagsins við grimma náttúru. Í umsögn dómnefndar segir að frásögnin sé spennandi og grípandi og gefi ungum lesendum góða innsýn í grænlenskan menningararf. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Grænlenski rithöfundurinn Lars-Pele Berthelsen hlaut barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2010, sem veitt voru í Norræna húsinu á föstudag við setningu hátíðarinnar Nýja slóðir. Verðlaunin hlaut Berthelsen fyrir bókina Kaassalimik oqaluttuaq, ljósa barnið. Þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingur vinnur til barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins en þau hafa verið veitt annað hvert ár síðan 2002. Tvær unglingabækur voru tilnefndar í ár, auk bókar Berthelsens: smásagnasafnið Skriva i sandin eftir Marjun Syderbø Kjelnæs frá Færeyjum og skáldsagan Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur. Berthelsen hlýtur að launum 60 þúsund danskar krónur eða um 1,2 milljónir íslenskra króna. Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður og varaformaður Vestnorræna ráðsins, afhenti Berthelsen sigurlaunin. Ljósa barnið er fyrsta unglingabókin sem Berthelsen skrifar. Bókin gerist á síðari hluta átjándu aldar og lýsir baráttu veiðimannasamfélagsins við grimma náttúru. Í umsögn dómnefndar segir að frásögnin sé spennandi og grípandi og gefi ungum lesendum góða innsýn í grænlenskan menningararf.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira