Listakonur kryfja mannsheilann BBI skrifar 11. september 2012 15:13 Sigrún Hlín og Saga. Mynd/Anton Brink Tvær ungar listakonur ætla að bregða sér í hlutverk vísindamanna og flytja fræðilegan fyrirlestur um mannsheilann í næstu viku. Stúlkurnar munu einblína á sjón og tilfinningar og skoða hvernig hugur mannsins vinnur úr sjónrænum- og tilfinningalegum upplýsingum. Þær hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og hafa í sumar kynnt sér mannsheilann í þaula. Stúlkurnar fengu inni hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem þær munu flytja fyrirlesturinn í einum háþróaðasta tæknisal landsins þann 19. september. „Sem er strax mjög skemmtilegt," segir Saga Garðarsdóttir, nýútskrifuð leikkona, en útskýrir þó að þær vinkonur hafi aldrei verið miklar á tæknilega sviðinu og því muni þær lítið nota hátæknina sem þeim stendur til boða. Stúlkurnar ætla í stuttu máli að fjalla um hvernig maðurinn er alltaf að skálda inn í eyðurnar, þ.e. hvernig hann ofskynjar stöðugt umhverfi sitt. „Til dæmis er fókuspunktur augans afskaplega þröngur. En svo fyllir heilinn samstundis upp í alla myndina með rökum eða ályktunum," segir Saga. „Þannig fjallar þetta í raun um hvað við erum öll skapandi þó við séum ekki að reyna það."Saga og Sigrún Hlín.Mynd/Anton BrinkSamstarfskona Sögu er myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir og saman ætluðu þær fyrst að fjalla um heilann eins og hann leggur sig. „En við komumst fljótt að því að heilinn er ekkert smá," segir Saga og því ákváðu þær að einbeita sér að sjón og tilfinningum. „Sem er fyndið því hún er myndlistakona og ég er leikari. Frekar dæmigerðir listamenn." Verkefnið er í raun tilraun til að tengja listir og vísindi saman sem er líklega ástæða þess að stúlkurnar fengu styrk hjá Rannís, að mati Sögu. Stelpurnar munu þannig feta vandrataða braut milli vísinda og listar í fyrirlestrinum. „Þetta verður í raun og veru bæði minni fræðilegur fyrirlestur og minni leiksýning en ég bjóst við að þetta yrði. Þetta er meiri blanda. Við verðum í sjálfu sér einhvers konar gervitaugafræðingar." Menning Tengdar fréttir Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Tvær ungar listakonur ætla að bregða sér í hlutverk vísindamanna og flytja fræðilegan fyrirlestur um mannsheilann í næstu viku. Stúlkurnar munu einblína á sjón og tilfinningar og skoða hvernig hugur mannsins vinnur úr sjónrænum- og tilfinningalegum upplýsingum. Þær hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og hafa í sumar kynnt sér mannsheilann í þaula. Stúlkurnar fengu inni hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem þær munu flytja fyrirlesturinn í einum háþróaðasta tæknisal landsins þann 19. september. „Sem er strax mjög skemmtilegt," segir Saga Garðarsdóttir, nýútskrifuð leikkona, en útskýrir þó að þær vinkonur hafi aldrei verið miklar á tæknilega sviðinu og því muni þær lítið nota hátæknina sem þeim stendur til boða. Stúlkurnar ætla í stuttu máli að fjalla um hvernig maðurinn er alltaf að skálda inn í eyðurnar, þ.e. hvernig hann ofskynjar stöðugt umhverfi sitt. „Til dæmis er fókuspunktur augans afskaplega þröngur. En svo fyllir heilinn samstundis upp í alla myndina með rökum eða ályktunum," segir Saga. „Þannig fjallar þetta í raun um hvað við erum öll skapandi þó við séum ekki að reyna það."Saga og Sigrún Hlín.Mynd/Anton BrinkSamstarfskona Sögu er myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir og saman ætluðu þær fyrst að fjalla um heilann eins og hann leggur sig. „En við komumst fljótt að því að heilinn er ekkert smá," segir Saga og því ákváðu þær að einbeita sér að sjón og tilfinningum. „Sem er fyndið því hún er myndlistakona og ég er leikari. Frekar dæmigerðir listamenn." Verkefnið er í raun tilraun til að tengja listir og vísindi saman sem er líklega ástæða þess að stúlkurnar fengu styrk hjá Rannís, að mati Sögu. Stelpurnar munu þannig feta vandrataða braut milli vísinda og listar í fyrirlestrinum. „Þetta verður í raun og veru bæði minni fræðilegur fyrirlestur og minni leiksýning en ég bjóst við að þetta yrði. Þetta er meiri blanda. Við verðum í sjálfu sér einhvers konar gervitaugafræðingar."
Menning Tengdar fréttir Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00