Viðskipti erlent

Gengi evrunnar heldur áfram að styrkjast

Evran heldur áfram að styrkjast gagnvart dollaranum í framhaldi af því að stjórnlagadómstóll Þýskalands úrskurðaði í gærmorgun að landinu væri heimilt að taka þátt í stöðugleikasjóði evrusvæðisins.

Gengi evrunnar stendur nú í rétt tæpum 1,3 á móti dollaranum og hefur ekki verið sterkara síðan snemma í vor. Evran hefur einnig styrkst gagnvart japanska jeninu.

Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að þessi styrking á evrunni sé tilkomin þar sem fjárfestar sjá fram á að vandamálum evrusvæðisins fer fækkandi í kjölfar úrskurðar stjórnlagadómstólsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×