Viðskipti erlent

Tölvuþrjótar setja vírusa í tölvur á framleiðslustiginu

Tölvuþrjótar eru að færa sig upp á skaftið og einbeita sér nú í auknum mæli í að koma vírusum sínum fyrir í tölvum á framleiðslustigi.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem unnin var á vegum Microsoft. Þar segir að þegar hafi fundist tölvur sem voru sýktar af vírusum um leið og þær komu af færibandinu.

Einn þeirra, kallaður Nitol, gerir tölvuþrjótum kleyft að stela bankaupplýsingum frá eigendum viðkomandi tölva.

Microsoft segir að tvöluþrjótarnir hafi nýtt sér glufur í afhendingum á tölvuhlutum til þeirra verksmiðja sem framleiða tölvurnar og komið þannig vírusum fyrir í þeim áður en tvölvurnar voru settar saman. Vandamálið er einkum bundið við Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×