Gerlausar ostabollur - Ebba eldar með Latabæ 14. september 2012 11:30 Ebba er komin í lið með Latabæ. Ebba eða PureEbba er komin í lið með Latabæ og ætlar nú að kenna allri fjölskyldunni að elda hollt í glænýrri matreiðslubók sem kemur í verslanir síðar í þessum mánuði. Ebba deildir hér með Lífinu einföldum bollum úr bókinni.Gerlausar ostabollur í bollakökuformum Þessar eru í algjöru uppáhaldi heima hjá mér og yfirleitt bakaðar um helgar. Þær er fljótlegt að gera þótt innihaldslýsingin virðist flókin. Innihald350 g gróft spelt (eða gróft og fínt til helminga)3 tsk vínsteinslyftiduft1 tsk sjávarsalt1-2 dl heitt vatn, fer eftir því hvort þið notið gróft eða fínt spelt, byrjið með 1 dl og bætið við í lokin ef með þarf100 g rifinn feitur ostur (ég mæli með því að nota ost sem er eins lítið unninn og hægt er)1 egg (má sleppa)3 msk kaldpressuð ólífuolía200 ml aukaefnalaus kókosmjólk (eða önnur mjólk sem þið viljið nota)1-2 pressuð hvítlauksrif (má sleppa)Aðferð 1. Ofninn hitaður í 180°C. 2. Spelti, lyftidufti og sjávarsalti blandað vel saman í skál. 3. Heitu vatni hellt yfir þurrefnin. 4. Rifnum osti bætt út í og blandað aftur aðeins saman. 5. Í annarri skál hrærið þið saman egg, olíu og kókosmjólk. 6. Hvítlauksrifið pressað og sett út í olíublönduna. Einnig má hér bæta við öllu öðru sem ykkur dettur í hug; rifnum parmesan, sólþurrkuðum tómötum, ólífum, chili, hverju sem er! 7. Þurrefnunum og blautu efnunum blandað saman með sleif en hrært sem minnst (ef deigið er of þurrt bætið þið aðeins við af heitu vatni, 1⁄2-1 desílítra eða svo). 8. Deigið (sem er fremur klístrað!) sett með tveimur skeiðum í bollakökuform (ég nota ofnskúffuna mína undir bollakökuformin). Þetta gerir 15- 20 form en magn fer eftir stærð formanna. 9. Bollurnar eru svo bakaðar í 15-18 mínútur. *Það er gott að dýfa bollunum nýbökuðum í smá ólífuolíu og himalaja- eða sjávarsalt. *Einnig er gott að blanda saman jöfnum hlutum af rauðu pestói, lífrænni tómatsósu og lífrænni tómatpúrru sem og vænni skvettu af kaldpressaðri ólífuolíu og dýfa svo í. Brauð Uppskriftir Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið
Ebba eða PureEbba er komin í lið með Latabæ og ætlar nú að kenna allri fjölskyldunni að elda hollt í glænýrri matreiðslubók sem kemur í verslanir síðar í þessum mánuði. Ebba deildir hér með Lífinu einföldum bollum úr bókinni.Gerlausar ostabollur í bollakökuformum Þessar eru í algjöru uppáhaldi heima hjá mér og yfirleitt bakaðar um helgar. Þær er fljótlegt að gera þótt innihaldslýsingin virðist flókin. Innihald350 g gróft spelt (eða gróft og fínt til helminga)3 tsk vínsteinslyftiduft1 tsk sjávarsalt1-2 dl heitt vatn, fer eftir því hvort þið notið gróft eða fínt spelt, byrjið með 1 dl og bætið við í lokin ef með þarf100 g rifinn feitur ostur (ég mæli með því að nota ost sem er eins lítið unninn og hægt er)1 egg (má sleppa)3 msk kaldpressuð ólífuolía200 ml aukaefnalaus kókosmjólk (eða önnur mjólk sem þið viljið nota)1-2 pressuð hvítlauksrif (má sleppa)Aðferð 1. Ofninn hitaður í 180°C. 2. Spelti, lyftidufti og sjávarsalti blandað vel saman í skál. 3. Heitu vatni hellt yfir þurrefnin. 4. Rifnum osti bætt út í og blandað aftur aðeins saman. 5. Í annarri skál hrærið þið saman egg, olíu og kókosmjólk. 6. Hvítlauksrifið pressað og sett út í olíublönduna. Einnig má hér bæta við öllu öðru sem ykkur dettur í hug; rifnum parmesan, sólþurrkuðum tómötum, ólífum, chili, hverju sem er! 7. Þurrefnunum og blautu efnunum blandað saman með sleif en hrært sem minnst (ef deigið er of þurrt bætið þið aðeins við af heitu vatni, 1⁄2-1 desílítra eða svo). 8. Deigið (sem er fremur klístrað!) sett með tveimur skeiðum í bollakökuform (ég nota ofnskúffuna mína undir bollakökuformin). Þetta gerir 15- 20 form en magn fer eftir stærð formanna. 9. Bollurnar eru svo bakaðar í 15-18 mínútur. *Það er gott að dýfa bollunum nýbökuðum í smá ólífuolíu og himalaja- eða sjávarsalt. *Einnig er gott að blanda saman jöfnum hlutum af rauðu pestói, lífrænni tómatsósu og lífrænni tómatpúrru sem og vænni skvettu af kaldpressaðri ólífuolíu og dýfa svo í.
Brauð Uppskriftir Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið