Of Monsters and Men er áberandi þessa dagana.
Nýtt myndband við lagið Mountain Sound, sem var að mestu tekið upp á tónleikum sveitarinnar í Hljómskálagarðinum í júlí, var frumsýnt í gær og á miðvikudag kom í ljós að annar smellur, Little Paws, hljómar í auglýsingu fyrir nýja Iphone 5-símann.
Slík auglýsing kemur sér vafalítið vel en tenging Of Monsters and Men við vörur frá Apple lýkur ekki þar.
Á hönnunarsíðunni Redbubble.com er hægt að kaupa hulstur fyrir Iphone og Ipod með merki sveitarinnar fyrir um 7.000 krónur íslenskar.
