Páll Óskar Hjálmtýsson og Valgeir Guðjónsson voru meðal þeirra sem stigu á svið í hundrað og tuttugu ára afmæli sem haldið var í húsnæði Nemaforum, á efstu hæð á Lækjartorgi 5, á laugardagskvöld.
Um var að ræða þrjú fertugsafmæli sem slegið var saman í eitt. Eitt afmælisbarnanna, Trausti Haraldsson, hefur unnið mikið með Páli Óskari og samdi meðal annars með honum hið ógleymanlega framlag hans til Eurovison-söngvakeppninnar; Minn hinsti dans.
Afmælisgestir voru um hundrað og skemmti fólk sér vel við glymjandi 90?s tónlist fram á rauða nótt.
- sv
