Lífið

Dorrit og Ólafur tóku á móti FKA konum

Það er orðin hefð hjá FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu, að hitta fyrirmenni á fyrsta fundi vetrarins. Að þessu sinni var félagskonum boðið á Bessastaði og notuðu þær tækifærið og afhentu Forsetaembættinu lista yfir þær félagskonur sem bjóða sig fram til stjórnarstarfa.

Skoða myndirnar sem teknar voru í heimsókninni hér.



Forsetinn fékk afhentar gjafir eftir félagskonur og var þar á meðal bókin Konur í karlastörfum eftir Önnu Maríu Sigurjónsdóttur en það er ljósmyndabók sem sýnir konur í karlastörfum. Bent var sérstaklega á að þrátt fyrir að konur væru farnar að sinna karlastörfum og öfugt þá væri enn óásættanlegur kynjabundinn launamunur. Einnig fengu forsetahjónin að gjöf aðventuljós úr Plexigleri frá Arca og bókina RÚRÍ, sem fjallar um listaverk listakonunnar Rúrí frá 1973 til dagsins í dag.  

Heimasíða FKA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.