Sýnir íslenskar klisjur í London 3. september 2012 14:00 Hallgerður var valin til að sýna á Freshfaced + Wildeyed en verk hennar má sjá á Hallgerður.com. "Þetta er eitt af flottustu ljósmyndagalleríum í heimi," segir Hallgerður Hallgrímsdóttir, listrænn ljósmyndari og blaðamaður hjá Húsum og híbýlum. Hún var valin í hóp tuttugu og tveggja útskriftarnema í Bretlandi til að sýna á árlegu sýningunni Freshfaced + Wildeyed í The Photographer's Gallery 14. september í London. "Ég útskrifaðist úr listrænni ljósmyndun frá Glasgow School of Art í fyrra. Sýningin er fyrir útskriftarnema það árið bæði úr BA og MA-námi," segir hún um sýninguna sem er haldin í fimmta sinn. Hallgerður á ekki langt að sækja hæfileikana en hún er dóttir myndlistarmannsins og rithöfundarins Hallgríms Helgasonar. Karen McQuaid, sýningarstjóri sýningarinnar, sagði í viðtali við vefsíðu tímaritsins Dazed and Confused að hundruð hefðu sótt um. Vefsíðan tók einnig viðtal við Hallgerði sem var fyrsti viðmælandi þeirra úr hinum valda hópi. Hún segir hópinn nálgast ljósmyndun á ólíkan máta. Auk þess er aldursbilið breitt - frá tuttugu og tveggja til 48 ára. "Það er líka skemmtilegt að dómnefndin fékk ekki að vita hvort umsækjendur væru frá virtum skóla eða öðrum sem þykja ekki jafn fínir." Hallgerður sýnir útskriftarverkefni sitt í smækkaðri mynd í galleríinu. "Þetta er innsetning með misstórum ljósmyndum eftir mig og af veraldarvefnum sem ég blanda við textaverk. Verkið fjallar um Ísland og ég fór í gegnum allar klisjurnar. Ísbirnina, veðrið og snjóflóðin og allt sem er týpískt íslenskt," segir hún og bætir við að daginn eftir sýni hún í Portúgal og Tyrklandi verk sem er útkoma evrópsks samvinnuverkefnis. - hþt Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Þetta er eitt af flottustu ljósmyndagalleríum í heimi," segir Hallgerður Hallgrímsdóttir, listrænn ljósmyndari og blaðamaður hjá Húsum og híbýlum. Hún var valin í hóp tuttugu og tveggja útskriftarnema í Bretlandi til að sýna á árlegu sýningunni Freshfaced + Wildeyed í The Photographer's Gallery 14. september í London. "Ég útskrifaðist úr listrænni ljósmyndun frá Glasgow School of Art í fyrra. Sýningin er fyrir útskriftarnema það árið bæði úr BA og MA-námi," segir hún um sýninguna sem er haldin í fimmta sinn. Hallgerður á ekki langt að sækja hæfileikana en hún er dóttir myndlistarmannsins og rithöfundarins Hallgríms Helgasonar. Karen McQuaid, sýningarstjóri sýningarinnar, sagði í viðtali við vefsíðu tímaritsins Dazed and Confused að hundruð hefðu sótt um. Vefsíðan tók einnig viðtal við Hallgerði sem var fyrsti viðmælandi þeirra úr hinum valda hópi. Hún segir hópinn nálgast ljósmyndun á ólíkan máta. Auk þess er aldursbilið breitt - frá tuttugu og tveggja til 48 ára. "Það er líka skemmtilegt að dómnefndin fékk ekki að vita hvort umsækjendur væru frá virtum skóla eða öðrum sem þykja ekki jafn fínir." Hallgerður sýnir útskriftarverkefni sitt í smækkaðri mynd í galleríinu. "Þetta er innsetning með misstórum ljósmyndum eftir mig og af veraldarvefnum sem ég blanda við textaverk. Verkið fjallar um Ísland og ég fór í gegnum allar klisjurnar. Ísbirnina, veðrið og snjóflóðin og allt sem er týpískt íslenskt," segir hún og bætir við að daginn eftir sýni hún í Portúgal og Tyrklandi verk sem er útkoma evrópsks samvinnuverkefnis. - hþt
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira