Ætlar að safna hálfri milljón á vefsíðu 6. september 2012 17:30 Upptökur á nýrri plötu hljómsveitarinnar Nóru hófust í febrúar og er nánast lokið. mynd/ingólfur júliusson Hljómsveitin Nóra ætlar að safna um hálfri milljón króna í gegnum vefsíðuna Pledgemusic.com. Peningarnir verða notaðir í gerð annarrar plötu sveitarinnar sem kemur út í haust. "Þetta er svipuð síða og Kickstarter.com nema þetta er bara fyrir tónlist. Það er fjöldinn allur af tónlistarmönnum sem notfærir sér þetta," segir Egill Viðarsson úr Nóru en hljómsveitin gefur plötuna út sjálf. Pledgemusic.com virkar þannig að hljómsveitir skrá sig á síðuna og velja ákveðin tímamörk - 30, 60 eða 90 daga - til að ljúka við söfnunina. Fram að þeim tíma selja þær ýmsar vörur úr sínum herbúðum og geta til dæmis selt plötuna sína fyrir fram. Peningarnir sem safnast fara svo upp í kostnaðinn á plötunni. Upptökurnar hófust í febrúar og er þeim nánast lokið. Fram undan er hljómjöfnun og framleiðsla plötunnar og er Nóra að hefja söfnun fyrir því. Egill hvetur aðrar íslenskar sveitir til að prófa Pledgemusic.com. "Okkur finnst þetta mjög sniðugt og þess vegna fannst okkur um að gera að vekja smá athygli á þessu." Þeir sem vilja leggja Nóru lið geta kíkt á slóðina pledgemusic.com/project/nora. - fb Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Nóra ætlar að safna um hálfri milljón króna í gegnum vefsíðuna Pledgemusic.com. Peningarnir verða notaðir í gerð annarrar plötu sveitarinnar sem kemur út í haust. "Þetta er svipuð síða og Kickstarter.com nema þetta er bara fyrir tónlist. Það er fjöldinn allur af tónlistarmönnum sem notfærir sér þetta," segir Egill Viðarsson úr Nóru en hljómsveitin gefur plötuna út sjálf. Pledgemusic.com virkar þannig að hljómsveitir skrá sig á síðuna og velja ákveðin tímamörk - 30, 60 eða 90 daga - til að ljúka við söfnunina. Fram að þeim tíma selja þær ýmsar vörur úr sínum herbúðum og geta til dæmis selt plötuna sína fyrir fram. Peningarnir sem safnast fara svo upp í kostnaðinn á plötunni. Upptökurnar hófust í febrúar og er þeim nánast lokið. Fram undan er hljómjöfnun og framleiðsla plötunnar og er Nóra að hefja söfnun fyrir því. Egill hvetur aðrar íslenskar sveitir til að prófa Pledgemusic.com. "Okkur finnst þetta mjög sniðugt og þess vegna fannst okkur um að gera að vekja smá athygli á þessu." Þeir sem vilja leggja Nóru lið geta kíkt á slóðina pledgemusic.com/project/nora. - fb
Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira