Viðskipti erlent

Kínverjar kaupa Airbus vélar fyrir 420 milljarða

Kínversk stjórnvöld hafa gengið frá samningi við flugvélaframleiðandann Airbus um kaup á 50 flugvélum fyrir um 3,5 milljarða dala, eða sem nemur um 420 milljörðum krónum. Gengið var frá kaupunum á fundi sem skipulagður var í tengslum við opinbera tveggja daga heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til Kína.

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, sagði við þetta tilefni að Kínverjar myndu halda áfram að fjárfesta í Evrópu og þannig stuðla að auknum efnahagsumsvifum í álfunni.

Sjá má umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þessi viðskipti, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×