Tónlist

Tónleikar og kaffi

Hægt er að sitja bæði uppi og niðri í hlöðunni á Kvoslæk.
Hægt er að sitja bæði uppi og niðri í hlöðunni á Kvoslæk.
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari halda tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð sunnudaginn 2. september klukkan 15. Á efnisskránni eru verk eftir Johannes Brahms, Eugene Ysaÿe og Olivier Messiaen.

Boðið er upp á kaffi í hléinu. Miðasala er við innganginn og frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna.

Að loknum tónleikum munu Rut og Richard taka verkin upp og þar með ljúka upptökum fyrir þrjá geisladiska sem þau hafa unnið að undanfarin tvö ár.

Sá fyrsti kom út á síðasta ári með verkum eftir Mozart og César Franck. Hinir tveir, annar með öllum sónötum Brahms fyrir fiðlu og píanó og hinn með stuttum hugljúfum verkum eftir íslensk og erlend tónskáld, koma út á næstu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×