Um 35 milljarða hagnaður á hálfu ári - Enn óvissa í kortunum 31. ágúst 2012 20:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Mikill hagnaður einkenndi rekstur bankanna á fyrri helmingi ársins en samanlagður hagnaður þeirra nam nálægt fjörutíu milljörðum króna. Bankastjóri Landsbankans segir þó enn töluverða óvissu í kortunum. Endurreistu bankarnir þrír eru komnir með traustan rekstrargrundvöll og hafa styrkt fjárhag sinn töluvert að undanförnu, ef marka má hálfsársuppgjör þeirra, en þau liggja nú öll fyrir eftir að Arion banki kynnti uppgjör sitt í dag. Á fyrstu sex mánuðum ársins hagnaðist Íslandsbanki um 11,6 milljarða, Arion banki um 11,2 milljarða og Landsbankinn um 11,9 milljarða. Samanlagður hagnaður nemur því tæplega 35 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að meiri stöðugleiki einkenni nú efnahagsmálin hér, en skömmu eftir hrun, en töluverð óvissa sé þó enn í spilunum. „Hvað mun löggjafinn gera þegar kemur að stjórn fiskveiða? Það vitum við ekki. Síðan er mikil óvissa út í heimi, við seljum t.d. mikið til Suður-Evrópu. Síðan er búið að vera auka kvóta í Barentshafi, og þetta hefur allt áhrif, og framvinda um margt óvissu háð.“ Sé sérstaklega horft til eigin fjár bankanna, sem er algengur mælikvarði á fjárhagslegan styrk fyrirtækja, þá hefur það vaxið hratt undanfarin misseri. Hjá Íslandsbanka er það rílega 135 milljarðar króna, hjá Arion banka ríflega 125 milljarðar og hjá Landsbankanum 212 milljarðar. Samtals er eigið fé bankanna nú meira en 470 milljarðar króna, eða sem nemur tæplega 1,5 milljón á hvern íbúa hér á landi. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mikill hagnaður einkenndi rekstur bankanna á fyrri helmingi ársins en samanlagður hagnaður þeirra nam nálægt fjörutíu milljörðum króna. Bankastjóri Landsbankans segir þó enn töluverða óvissu í kortunum. Endurreistu bankarnir þrír eru komnir með traustan rekstrargrundvöll og hafa styrkt fjárhag sinn töluvert að undanförnu, ef marka má hálfsársuppgjör þeirra, en þau liggja nú öll fyrir eftir að Arion banki kynnti uppgjör sitt í dag. Á fyrstu sex mánuðum ársins hagnaðist Íslandsbanki um 11,6 milljarða, Arion banki um 11,2 milljarða og Landsbankinn um 11,9 milljarða. Samanlagður hagnaður nemur því tæplega 35 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að meiri stöðugleiki einkenni nú efnahagsmálin hér, en skömmu eftir hrun, en töluverð óvissa sé þó enn í spilunum. „Hvað mun löggjafinn gera þegar kemur að stjórn fiskveiða? Það vitum við ekki. Síðan er mikil óvissa út í heimi, við seljum t.d. mikið til Suður-Evrópu. Síðan er búið að vera auka kvóta í Barentshafi, og þetta hefur allt áhrif, og framvinda um margt óvissu háð.“ Sé sérstaklega horft til eigin fjár bankanna, sem er algengur mælikvarði á fjárhagslegan styrk fyrirtækja, þá hefur það vaxið hratt undanfarin misseri. Hjá Íslandsbanka er það rílega 135 milljarðar króna, hjá Arion banka ríflega 125 milljarðar og hjá Landsbankanum 212 milljarðar. Samtals er eigið fé bankanna nú meira en 470 milljarðar króna, eða sem nemur tæplega 1,5 milljón á hvern íbúa hér á landi.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira