Hleypir fólki í persónulegt rými 23. ágúst 2012 14:00 "Það er rosalega góð tilfinning þegar maður er búinn að vinna í einhverju svona lengi að sleppa því út og leyfa því að eignast sitt eigið líf," segir söngkonan Eivør Pálsdóttir um nýja plötu sína, Room, sem kom út síðastliðinn þriðjudag. Platan hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár og segir Eivør hana mjög persónulega, en hún er tileinkuð föður hennar sem lést fyrir tveimur árum. "Þessi plata sýður saman eiginlega allt það sem ég hef gert hingað til en mér finnst hún sýna að ég hef þroskast aðeins. Ég kalla hana Room því að með henni er ég að hleypa fólki inn í rými innra með mér sem er rosalega persónulegt," segir hún. Platan er öll á ensku en eitt lagið fylgir með á færeysku líka sé platan keypt stafrænt á tonlist.is. Eivør heldur af stað í tónleikaferð um landið á morgun og hyggst hún stoppa á Sauðárkróki, Akureyri og Patreksfirði áður en hún kemur aftur til Reykjavíkur og heldur tónleika í Hörpu þann 31. ágúst. "Ég ákvað að kynna plötuna fyrst hér á Íslandi en þetta verður í fyrsta skipti sem ég tek hana á tónleikum," segir hún. Haustið verður þó annasamt því hún verður meira og minna á tónleikaferðalagi það sem eftir lifir árs. "Ég tek mér smá pásu í október og ætla þá í brúðkaupsferð," segir hún en hún gifti sig á dögunum. Nánara viðtal við Eivøru verður í Lífinu á morgun. - trs Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
"Það er rosalega góð tilfinning þegar maður er búinn að vinna í einhverju svona lengi að sleppa því út og leyfa því að eignast sitt eigið líf," segir söngkonan Eivør Pálsdóttir um nýja plötu sína, Room, sem kom út síðastliðinn þriðjudag. Platan hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár og segir Eivør hana mjög persónulega, en hún er tileinkuð föður hennar sem lést fyrir tveimur árum. "Þessi plata sýður saman eiginlega allt það sem ég hef gert hingað til en mér finnst hún sýna að ég hef þroskast aðeins. Ég kalla hana Room því að með henni er ég að hleypa fólki inn í rými innra með mér sem er rosalega persónulegt," segir hún. Platan er öll á ensku en eitt lagið fylgir með á færeysku líka sé platan keypt stafrænt á tonlist.is. Eivør heldur af stað í tónleikaferð um landið á morgun og hyggst hún stoppa á Sauðárkróki, Akureyri og Patreksfirði áður en hún kemur aftur til Reykjavíkur og heldur tónleika í Hörpu þann 31. ágúst. "Ég ákvað að kynna plötuna fyrst hér á Íslandi en þetta verður í fyrsta skipti sem ég tek hana á tónleikum," segir hún. Haustið verður þó annasamt því hún verður meira og minna á tónleikaferðalagi það sem eftir lifir árs. "Ég tek mér smá pásu í október og ætla þá í brúðkaupsferð," segir hún en hún gifti sig á dögunum. Nánara viðtal við Eivøru verður í Lífinu á morgun. - trs
Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira