Þeir sem fullyrða að stjórnsýsla sé alltaf þurr og leiðinleg þurfa eiginlega að endurskoða viðhorf sitt því nú hefur það verið sannað að eldheitar tilfinningar rúmast innan skrifræðisins.
Það hefur spurst út að Krisján Guy Burgess, aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi í fjármálaráðuneytinu, eru trúlofuð og hafa þrætt hlekki á fingur sína til merkis um það.
Þau hófu sambúð í Vesturbænum í vor og eiga von á barni. Þá er trúlofunarhringur þeirra mögulega sterkasti hlekkur stjórnarsamstarfsins en Kristján er Samfylkingarmaður og Rósa Björk í Vinstri grænum.
Kristján og Rósa trúlofuð

Mest lesið

Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum
Bíó og sjónvarp









Hlýleg stemming og einstök matarupplifun
Lífið samstarf