Norræn verk leiklesin 23. ágúst 2012 17:00 Klukkan þrjú á laugardag og sunnudag verða brot úr nýjum norrænum leikritum leiklesin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Fréttablaðið/valli Um helgina verður brot úr nýjum norrænum leikritum leiklesin í Þjóðleikhúsinu í tengslum við Norræna sviðslistardaga. Charlotte Böving sem leikstýrir lestrinum segir hann gefa áhugaverða innsýn inn í norræna leikritun samtímans. Norrænir sviðslistardagar hefjast í Reykjavík í dag en þeir eru haldnir annað hvert ár á einhverju Norðurlandanna. Meðal nýjunga á hátíðinni að þessu sinni er norræna leikskáldalestin sem kemur í stað norrænu leikskáldaverðlaunanna sem hafa til þessa verið veitt norrænu leikskáldi á tveggja ára fresti. Á komandi leikári munu þess í stað verk fimm norrænna leikskálda leiklesin á Norðurlöndunum í tengslum við hátíðir og stærri viðburði. Þannig er hugmyndin að leikskáldin geti kynnt verk sín á víðari vettvangi en ella. Charlotte Böving leikstýrir leiklestri verkanna hér á landi en fimmtán íslenskir leikarar hafa verið kallaðir til þess að flytja brot úr verkunum um helgina. "Við setjum þetta upp þannig að það er flutt brot úr verkinu og svo kemur höfundurinn á svið og svarar spurningum áhorfenda. Verkin eru lesin á ensku, til þess að auðveldara sé fyrir áhorfendur að skilja þau og til þess einnig að opna markaðinn fyrir norræna höfunda utan Norðurlandanna." Charlotte segir verkin skemmtilega ólík. "Þau eiga það öll sameiginlegt að vera vel skrifuð, en umfjöllunarefnin eru ólík og þau eru byggð upp á ólíkan hátt. Verkin gefa mjög góða innsýn inn í samtímaleikritun á Norðurlöndum sem er mjög áhugavert." Höfundar verkanna eru frá öllum Norðurlöndunum. Á laugardag verða flutt brot úr sænska, danska og finnska verkinu. Í sænska verkinu Mira á leið hjá, eftir Martinu Montelius, er hugmyndin um fjölskylduna tekin til rækilegrar endurskoðunar. Danska verkið Enginn hittir engan eftir Peter Asmussen leiðir áhorfendur inn í sálarmyrkur tveggja ástríðufullra einstaklinga sem hafa lokast inni í mynstri og blekkingum sambands síns. Finnska verkið heitir Saga Megan og er eftir Tuomas Timonen. Það fjallar um Megan Meier, sem stytti sér aldur aðeins 13 ára gömul, eftir að hafa orðið fyrir einelti á netinu. Á sunnudag er svo komið að norska og íslenska verkinu. Hið norska Ég hverf eftir Arne Lygre fjallar um þrjár konur sem standa á barmi hyldýpis. Þær reyna að komast undan, en þeim virðist vera fyrirmunað að ná nokkurri fótfestu. Loks ber að geta íslenska verksins Hænuunganna eftir Braga Ólafsson sem fjallar um húsfund í fjölbýli í Reykjavík, þar sem djassáhugamaðurinn Sigurhans hyggst koma upp um þá sem hann telur að hafi stolið frosnum kjúklingum úr frystikistu hans í kjallaranum fyrir skemmstu. Öll verkin hafa verið sýnd á sviði og voru valin af dómnefnd í sínu heimalandi til þátttöku í lestinni. Leiklesturinn hefst báða daga klukkan 15 í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og er aðgangur ókeypis. "Þetta verður áhugavert fyrir áhorfendur, við höfum farið ólíkar leiðir í sviðsetningu verkanna, þetta er ekki upplestur úr þeim heldur leiklestur þar sem leikarar ferðast um sviðið," segir Charlotte að lokum.sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Um helgina verður brot úr nýjum norrænum leikritum leiklesin í Þjóðleikhúsinu í tengslum við Norræna sviðslistardaga. Charlotte Böving sem leikstýrir lestrinum segir hann gefa áhugaverða innsýn inn í norræna leikritun samtímans. Norrænir sviðslistardagar hefjast í Reykjavík í dag en þeir eru haldnir annað hvert ár á einhverju Norðurlandanna. Meðal nýjunga á hátíðinni að þessu sinni er norræna leikskáldalestin sem kemur í stað norrænu leikskáldaverðlaunanna sem hafa til þessa verið veitt norrænu leikskáldi á tveggja ára fresti. Á komandi leikári munu þess í stað verk fimm norrænna leikskálda leiklesin á Norðurlöndunum í tengslum við hátíðir og stærri viðburði. Þannig er hugmyndin að leikskáldin geti kynnt verk sín á víðari vettvangi en ella. Charlotte Böving leikstýrir leiklestri verkanna hér á landi en fimmtán íslenskir leikarar hafa verið kallaðir til þess að flytja brot úr verkunum um helgina. "Við setjum þetta upp þannig að það er flutt brot úr verkinu og svo kemur höfundurinn á svið og svarar spurningum áhorfenda. Verkin eru lesin á ensku, til þess að auðveldara sé fyrir áhorfendur að skilja þau og til þess einnig að opna markaðinn fyrir norræna höfunda utan Norðurlandanna." Charlotte segir verkin skemmtilega ólík. "Þau eiga það öll sameiginlegt að vera vel skrifuð, en umfjöllunarefnin eru ólík og þau eru byggð upp á ólíkan hátt. Verkin gefa mjög góða innsýn inn í samtímaleikritun á Norðurlöndum sem er mjög áhugavert." Höfundar verkanna eru frá öllum Norðurlöndunum. Á laugardag verða flutt brot úr sænska, danska og finnska verkinu. Í sænska verkinu Mira á leið hjá, eftir Martinu Montelius, er hugmyndin um fjölskylduna tekin til rækilegrar endurskoðunar. Danska verkið Enginn hittir engan eftir Peter Asmussen leiðir áhorfendur inn í sálarmyrkur tveggja ástríðufullra einstaklinga sem hafa lokast inni í mynstri og blekkingum sambands síns. Finnska verkið heitir Saga Megan og er eftir Tuomas Timonen. Það fjallar um Megan Meier, sem stytti sér aldur aðeins 13 ára gömul, eftir að hafa orðið fyrir einelti á netinu. Á sunnudag er svo komið að norska og íslenska verkinu. Hið norska Ég hverf eftir Arne Lygre fjallar um þrjár konur sem standa á barmi hyldýpis. Þær reyna að komast undan, en þeim virðist vera fyrirmunað að ná nokkurri fótfestu. Loks ber að geta íslenska verksins Hænuunganna eftir Braga Ólafsson sem fjallar um húsfund í fjölbýli í Reykjavík, þar sem djassáhugamaðurinn Sigurhans hyggst koma upp um þá sem hann telur að hafi stolið frosnum kjúklingum úr frystikistu hans í kjallaranum fyrir skemmstu. Öll verkin hafa verið sýnd á sviði og voru valin af dómnefnd í sínu heimalandi til þátttöku í lestinni. Leiklesturinn hefst báða daga klukkan 15 í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og er aðgangur ókeypis. "Þetta verður áhugavert fyrir áhorfendur, við höfum farið ólíkar leiðir í sviðsetningu verkanna, þetta er ekki upplestur úr þeim heldur leiklestur þar sem leikarar ferðast um sviðið," segir Charlotte að lokum.sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira