David Guetta tekur upp varúlfa-myndband á Íslandi 24. ágúst 2012 10:41 "Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. Tökurnar hafa gengið gríðarlega vel og þeir eru í skýjunum yfir þessu," segir Alfreð Gíslason, framleiðslustjóri hjá Pegasus, sem heldur utan um tökur á nýju myndbandi fyrir tónlistarmanninn og plötusnúðinn David Guetta. Guetta sá sér reyndar ekki fært að koma til landsins í tengslum við tökurnar en hann undirbýr nú útgáfu nýjustu plötu sinnar, Nothing but the Beat 2.0, sem kemur út þann 7. september næstkomandi. Áætlað er að myndbandið komi út í lok september en það er við nýjasta lag kappans, She Wolf (Falling to Piece). Ástralska söngkonan Sia Furler syngur í laginu. Alfreð gat ekki staðfest hvort söngkonan væri hér á landi né vildi hann gefa nokkuð upp um söguþráð myndbandsins. Fréttablaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að varúlfar leiki þar lykilhlutverk. Bæði íslensk dýr og leikarar koma fram í myndbandinu. Tökur hafa staðið yfir undanfarna daga meðal annars á Reykjanesi, Langjökli og við Kleifarvatn og var síðasti tökudagur í gær. David Guetta er mjög þekktur í danstónlistarheiminum. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Grammy- og MTV-verðlauna, World Music Awards og Brit Awards fyrir lög sín og unnið með helstu tónlistarmönnum heims. Þekktustu lög kappans eru meðal annars When Love Takes Over með Kelly Rowland, Gettin? Over You með Chris Willis, Fergie og LMFAO og Sexy chick með Akon. Leikstjóri myndbandsins er hinn bandaríski Hiro Murai en hann hefur meðal annars gert myndabönd fyrir sveitir á borð við Bloc Party, St. Vincent, Scissor Sisters og Azealia Banks. Um fimmtán manna erlent tökulið er statt hér á landi í tengslum við tökurnar og alls koma um fimmtíu Íslendingar að verkefninu. Alfreð segir sumarið hafi verið einstaklega gott fyrir starfsfólk kvikmyndagerðabransans hér á landi. "Ég hef verið í þessu síðan árið 1997 og man ekki eftir öðru eins. Það er búið að vera nóg að gera og líklega efni í frétt."alfrun@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
"Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. Tökurnar hafa gengið gríðarlega vel og þeir eru í skýjunum yfir þessu," segir Alfreð Gíslason, framleiðslustjóri hjá Pegasus, sem heldur utan um tökur á nýju myndbandi fyrir tónlistarmanninn og plötusnúðinn David Guetta. Guetta sá sér reyndar ekki fært að koma til landsins í tengslum við tökurnar en hann undirbýr nú útgáfu nýjustu plötu sinnar, Nothing but the Beat 2.0, sem kemur út þann 7. september næstkomandi. Áætlað er að myndbandið komi út í lok september en það er við nýjasta lag kappans, She Wolf (Falling to Piece). Ástralska söngkonan Sia Furler syngur í laginu. Alfreð gat ekki staðfest hvort söngkonan væri hér á landi né vildi hann gefa nokkuð upp um söguþráð myndbandsins. Fréttablaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að varúlfar leiki þar lykilhlutverk. Bæði íslensk dýr og leikarar koma fram í myndbandinu. Tökur hafa staðið yfir undanfarna daga meðal annars á Reykjanesi, Langjökli og við Kleifarvatn og var síðasti tökudagur í gær. David Guetta er mjög þekktur í danstónlistarheiminum. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Grammy- og MTV-verðlauna, World Music Awards og Brit Awards fyrir lög sín og unnið með helstu tónlistarmönnum heims. Þekktustu lög kappans eru meðal annars When Love Takes Over með Kelly Rowland, Gettin? Over You með Chris Willis, Fergie og LMFAO og Sexy chick með Akon. Leikstjóri myndbandsins er hinn bandaríski Hiro Murai en hann hefur meðal annars gert myndabönd fyrir sveitir á borð við Bloc Party, St. Vincent, Scissor Sisters og Azealia Banks. Um fimmtán manna erlent tökulið er statt hér á landi í tengslum við tökurnar og alls koma um fimmtíu Íslendingar að verkefninu. Alfreð segir sumarið hafi verið einstaklega gott fyrir starfsfólk kvikmyndagerðabransans hér á landi. "Ég hef verið í þessu síðan árið 1997 og man ekki eftir öðru eins. Það er búið að vera nóg að gera og líklega efni í frétt."alfrun@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira