Stærsta myndband Steinda hingað til 24. ágúst 2012 15:30 Fyrsti þáttur af Steindanum okkar 3 fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi við mikinn fögnuð aðdáenda um allt land. Steindi og félagar enduðu þáttinn að venju á tónlistarmyndbandi og var það fyrsta af dýrari gerðinni. Lagið heitir Dansa það af mér og er hreint út sagt stórbrotið. Stórstjörnurnar Helgi Björns, Ólafía Hrönn, Jörundur Ragnars, Unnur Ösp, Randver Þorláksson og fleiri fara á kostum í myndbandinu. Þar er sögð saga vægast sagt óheppins náunga sem á erfiða ævi að baki. „Ég hélt að léttmjólk ætti að vera kekkjótt. Slóst við róna á Nettó. En það splittar ekki diff!" segir hann og berst gegn ólukkunni með dansinn að vopni. Þegar geimverur ráðast á Jörðina er okkar maður síðan fremstur í flokki í baráttunni gegn þeim. Þegar Ísland í dag heimsótti tökustaðinn í vor kom fram að gerð myndbandsins er stærsta verkefni sem Steindi og félagar hafa tekið að sér. Hægt er að sjá bak við tjöldin á tökustað hér á sjónvarpssíðu Vísis. Grafíkin í myndbandinu er unnin af hreyfimyndasérfræðingum hjá fyrirtækinu Miðstræti. Dansa það af mér er unnið af tónlistarmönnunum í StopWaitGo í samvinnu við Steinda en það samstarf hefur áður fætt af sér ofursmellina Djamm í kvöld, Heima og Geðveikt fínn gaur. Steindinn okkar 3 er á dagskrá á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum klukkan 20.55. Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fyrsti þáttur af Steindanum okkar 3 fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi við mikinn fögnuð aðdáenda um allt land. Steindi og félagar enduðu þáttinn að venju á tónlistarmyndbandi og var það fyrsta af dýrari gerðinni. Lagið heitir Dansa það af mér og er hreint út sagt stórbrotið. Stórstjörnurnar Helgi Björns, Ólafía Hrönn, Jörundur Ragnars, Unnur Ösp, Randver Þorláksson og fleiri fara á kostum í myndbandinu. Þar er sögð saga vægast sagt óheppins náunga sem á erfiða ævi að baki. „Ég hélt að léttmjólk ætti að vera kekkjótt. Slóst við róna á Nettó. En það splittar ekki diff!" segir hann og berst gegn ólukkunni með dansinn að vopni. Þegar geimverur ráðast á Jörðina er okkar maður síðan fremstur í flokki í baráttunni gegn þeim. Þegar Ísland í dag heimsótti tökustaðinn í vor kom fram að gerð myndbandsins er stærsta verkefni sem Steindi og félagar hafa tekið að sér. Hægt er að sjá bak við tjöldin á tökustað hér á sjónvarpssíðu Vísis. Grafíkin í myndbandinu er unnin af hreyfimyndasérfræðingum hjá fyrirtækinu Miðstræti. Dansa það af mér er unnið af tónlistarmönnunum í StopWaitGo í samvinnu við Steinda en það samstarf hefur áður fætt af sér ofursmellina Djamm í kvöld, Heima og Geðveikt fínn gaur. Steindinn okkar 3 er á dagskrá á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum klukkan 20.55.
Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning