Nýjar höfuðstöðvar Facebook slá öllu við 26. ágúst 2012 00:01 Stjörnuarkitektinn Frank Gehry sýnir Mark Zuckerberg módelið af höfuðstöðvunum. Facebook heldur áfram að vaxa, en í þetta sinn eru það híbýli fyrirtækisins sem stækka. Nýverið tilkynnti fyrirtækið að stjörnu-arkitektinn Frank Gehry myndi hanna nýjar höfuðstöðvar Facebook ætlaðar fyrir 3.400 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða „klæðskerasniðnar" að þörfum Facebook. Þær verða í raun ein risavaxin skrifstofa. Þar ofan á verður þakgarður og auk þess verða ýmiss konar ráðstefnusalir og lokuð rými hér og þar í byggingunni. En fyrst og fremst er um eitt risastórt rými að ræða. Arkitektinn Frank Gehry er þekktur fyrir að fara að óskum viðskiptavina sinna án þess að kostnaðurinn fari fram úr öllu valdi. „Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með Gehry. Hugmyndin er að skapa hið fullkomna vinnusvæði: eitt risavaxið herbergi sem rúmar þúsundir manna, þar sem nándin verður nægilega mikil til að allir geti unnið saman. Þetta verður stærsta vinnusvæðið af þessari tegund í heimi. En auk þess verða hljóðlátari herbergi. Að utan mun húsið svo líta út nokkurn veginn eins og venjulegur hóll í náttúrunni," segir Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Zuckerberg gerir líka ráð fyrir að samstarfið við Gehry muni spara fyrirtækinu fjármuni þar sem Gehry er þekktur fyrir gott skipulag. „Svo við búumst við að þessi bygging verði ótrúleg en samt ekki sérlega dýr," segir hann. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook heldur áfram að vaxa, en í þetta sinn eru það híbýli fyrirtækisins sem stækka. Nýverið tilkynnti fyrirtækið að stjörnu-arkitektinn Frank Gehry myndi hanna nýjar höfuðstöðvar Facebook ætlaðar fyrir 3.400 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða „klæðskerasniðnar" að þörfum Facebook. Þær verða í raun ein risavaxin skrifstofa. Þar ofan á verður þakgarður og auk þess verða ýmiss konar ráðstefnusalir og lokuð rými hér og þar í byggingunni. En fyrst og fremst er um eitt risastórt rými að ræða. Arkitektinn Frank Gehry er þekktur fyrir að fara að óskum viðskiptavina sinna án þess að kostnaðurinn fari fram úr öllu valdi. „Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með Gehry. Hugmyndin er að skapa hið fullkomna vinnusvæði: eitt risavaxið herbergi sem rúmar þúsundir manna, þar sem nándin verður nægilega mikil til að allir geti unnið saman. Þetta verður stærsta vinnusvæðið af þessari tegund í heimi. En auk þess verða hljóðlátari herbergi. Að utan mun húsið svo líta út nokkurn veginn eins og venjulegur hóll í náttúrunni," segir Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Zuckerberg gerir líka ráð fyrir að samstarfið við Gehry muni spara fyrirtækinu fjármuni þar sem Gehry er þekktur fyrir gott skipulag. „Svo við búumst við að þessi bygging verði ótrúleg en samt ekki sérlega dýr," segir hann.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira