Hópur leikara frá Þjóðleikhúsinu var staddur í sumarbústað við Kolsstaði í Borgarfirði í vikunni.
Þar voru saman komin Atli Rafn Sigurðarson, Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Þorsteinn Bachmann, Edda Arnljótsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.
Leikararnir hafa dvalið þar í viku og er bústaðarferðin ekki ætluð sem afslöppun heldur æfa þau verkið Jónsmessunótt sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í haust. Jónsmessunótt segir frá íslenskri fjölskyldu sem kemur saman í sumarbústað til að fagna hálfrar aldar brúðkaupsafmæli foreldranna.
Leikhópurinn er því að taka fyrstu æfingarnar í ansi raunverulegum aðstæðum.
Æft í bústað

Mest lesið

Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum
Bíó og sjónvarp








Enginn nakinn á Óskarnum
Tíska og hönnun

Hlýleg stemming og einstök matarupplifun
Lífið samstarf