Lögbannskrafa á hendur Samsung tekin fyrir í desember 29. ágúst 2012 12:30 mynd/AP Krafa Apple, um að nokkrir snjallsímar raftækjafyrirtækisins Samsung verði teknir af markaði í Bandaríkjunum, verður tekin fyrir af dómstólum í desember á þessu ári. Upphaflega var áætlað að krafan yrði tekin fyrir í næsta mánuði. Samsung var sektað í síðustu viku fyrir að hafa brotið á lögum um hugverkavernd og nýtt sér hönnun og hugbúnað sem Apple hefði einkaleyfi á. Var fyrirtækinu gert að greiða milljarða dala, eða það sem nemur rúmlega 122 milljarða íslenskra króna. Eftir að dómurinn var kveðinn upp fór Apple fram á að snjallsímar Samsung yrðu bannaðir í Bandaríkjunum.Samsung Galaxy S3.mynd/AFPDómsúrskurðurinn hefur nú þegar haft mikil áhrif á Samsung. Markaðsvirði fyrirtækisins lækkaði um 12 milljarða dollara — 1.466 milljarða króna — þegar viðskiptamarkaðir opnuðu á mánudaginn. Ákvörðunin um að fresta lögbannskröfu Apple hefur aftur á móti haft jákvæð áhrif á gengi bréfa Samsung en þau hækkuðu um þrjú prósent í dag. Apple hefur farið fram á að átta snjallsímar Samsung verði bannaðir í Bandaríkjunum. Þeir eru: Galaxy S 4G, Galaxy S2 á samningi AT&T, Galaxy S2 Skyrocket, Galaxy S2 á samningi T-Mobile, Galaxy S2 Epic 4G, Galaxy S Showcase, Droid Charge og Galaxy Prevail. Krafa Apple tekur ekki til nýjasta snjallsíma Samsung og flaggskipi fyrirtækisins, Galaxy S3. Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Krafa Apple, um að nokkrir snjallsímar raftækjafyrirtækisins Samsung verði teknir af markaði í Bandaríkjunum, verður tekin fyrir af dómstólum í desember á þessu ári. Upphaflega var áætlað að krafan yrði tekin fyrir í næsta mánuði. Samsung var sektað í síðustu viku fyrir að hafa brotið á lögum um hugverkavernd og nýtt sér hönnun og hugbúnað sem Apple hefði einkaleyfi á. Var fyrirtækinu gert að greiða milljarða dala, eða það sem nemur rúmlega 122 milljarða íslenskra króna. Eftir að dómurinn var kveðinn upp fór Apple fram á að snjallsímar Samsung yrðu bannaðir í Bandaríkjunum.Samsung Galaxy S3.mynd/AFPDómsúrskurðurinn hefur nú þegar haft mikil áhrif á Samsung. Markaðsvirði fyrirtækisins lækkaði um 12 milljarða dollara — 1.466 milljarða króna — þegar viðskiptamarkaðir opnuðu á mánudaginn. Ákvörðunin um að fresta lögbannskröfu Apple hefur aftur á móti haft jákvæð áhrif á gengi bréfa Samsung en þau hækkuðu um þrjú prósent í dag. Apple hefur farið fram á að átta snjallsímar Samsung verði bannaðir í Bandaríkjunum. Þeir eru: Galaxy S 4G, Galaxy S2 á samningi AT&T, Galaxy S2 Skyrocket, Galaxy S2 á samningi T-Mobile, Galaxy S2 Epic 4G, Galaxy S Showcase, Droid Charge og Galaxy Prevail. Krafa Apple tekur ekki til nýjasta snjallsíma Samsung og flaggskipi fyrirtækisins, Galaxy S3.
Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira