Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Barclays fundinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/ afp.
Sir David Walker, sem var efnahagsráðgjafi Gordons Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður næsti stjórnarformaður Barclays bankans. Fráfarandi stjórnarformaður, Marcus Agius fær sem samsvarar 70 miljóna króna starfslokasamning þegar hann lætur af störfum í október. Agius tilkynnti í byrjun sumars að hann myndi hætta hjá bankanum. Stjórnendur bankans hafa legið undir hörðu ámæli um nokkurra mánaða skeið, en bankinn er grunaður um að hafa haft áhrif á millibankavexti í Bretlandi með ólöglegum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×