Viðskipti erlent

Framkvæmdastjóri BBC verður forstjóri útgáfufélags New York Times

Magnús Halldórsson skrifar
Mark Thompson, tekur við forstjórastöðu hjá New York Times.
Mark Thompson, tekur við forstjórastöðu hjá New York Times.
Framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins, Mark Thompson, verður næsti forstjóri útgáfufélags New York Times og mun taka við því starfi í nóvember. Frá þessu greindi BBC í morgun.

The New York Times Company rekur stórblaðið New York Times, en einnig minni blöð sem koma út á einstökum svæðum og borgum í Bandaríkjunum. Meðal blaða sem fyrirtækið rekur eru Boston Globe og International Herald Tribune. Heildartekjur útgáfufélagsins í fyrra námu 2,3 milljörðum dala, eða sem nemur tæplega 280 milljörðum króna.

Thompson, sem verið hefur framkvæmdastjori BBC síðan árið 2004, var álitinn besti kosturinn fyrir The New York Times Company vegna reynslu hans við að innleiða breytingar á stafrænni tækni við fréttaþjónustu, en BBC hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að tæknilegum nýjunum í fréttaþjónustu.

Sjá má umfjöllun BBC hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×