Viðskipti erlent

Danske Bank: Miklir erfiðleikar út þetta ár í Evrópu

Magnús Halldórsson skrifar
Greiningardeild Danske Bank segir að enginn hagvöxtur verði á evrusvæðinu á þessu ári og að útlitið sé ekki gott. Frá þessu er greint á vefsíðu Politiken í dag. Í greiningu Danske segir að hagvöxtur verði við núllið á þessu ári, að meðaltali fyrir allt svæðið, en verði líklega í kringum 0,7 prósent í byrjun næsta árs.

Danske Bank segir stöðu efnahagsmála í Evrópu alvarlega, einkum í sunnanverðri álfunni, þ.e. í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×